Chia fræ er mjög nærringarrík og eru flokkuð sem ofurfæða, það er því súper gott að byrja daginn á einum Chia graut sem er bæði fallegur og góður. Það tekur enga stund að skella í einn graut og finnst mér best að gera hann kvöldinu áður en þá þarf ég bara að grípa hann með mér í vinnuna og dagurinn verður strax þeim mun betri.
Chia grautur
- 1 dl chia fræ
- 2 dl möndlumjólk
- ½ kókosmjöl
- 1 dl frosin bláber
- Ferskir ávextir t.d. jarðaber, bláber og banani.
Aðferð:
Hellið chiafræjum, kókösmjöli og möndlumjólki í skál og
blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið
grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. Skreytið grautinn
gjarnan með ferskum ávöxtur.
blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið
grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. Skreytið grautinn
gjarnan með ferskum ávöxtur.
Njótið vel.
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:50 á Stöð 2.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir