Archives

Gróf rúnstykki með sólblómafræjum

Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar og þá skýst ég frekar út í bakarí og kaupi nokkur rúnstykki. Það er þó miklu skemmtilegra að baka sitt eigið brauð og þess vegna hvet ég ykkur til þess að prófa uppskriftina. Ég hef meira að segja sleppt að láta bollurnar hefast í klukkstund, lét þær eingöngu hefast í 15 mínútur á pappírsklæddu ofnplötunni. Það kom ekki niður á bragðinu – svo ef þið viljið svindla eins og ég geri stundum þá ætti það…

Hollara bananabrauð

Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá hráefni sem er alltaf kostur. Að vísu var brauðið aðeins dekkra hjá mér, ég var með það of lengi í ofninum en þannig var að Ingibjörg Rósa mín er búin að vera lasin og það tók aðeins lengri tíma að svæfa hana í lúrnum í gærdag og það hvarflaði ekki að mér að rjúka niður og taka brauðið út þegar sú litla var alveg sofna, ég náði þó að bjarga brauðinu áður en það brann…

Bakaðu þitt eigið rúgbrauð fyrir jólin

  Um helgina hélt ég lítið aðventuboð fyrir fjölskylduna mína og bauð þeim meðal annars upp á nýbakað rúgbrauð sem smakkaðist ótrúlega vel. Góðar uppskriftir eru eins og fjársjóður og var ég svo heppin að fá uppskriftina að rúgbrauðinu hjá ömmu hans Hadda. Þetta var í fyrsta skipti sem ég baka rúgbrauð og þetta er mun einfaldara en mig grunaði. Uppskriftin er stór og tilvalið að skera brauðið niður og frysta, já eða pakka því fallega inn og gefa með jólapakkanum. Einfalt og stórgott rúgbrauð sem allir ættu að prófa fyrir jólin.   Rúgbrauð frá ömmu Möggu ** 1 bolli = 2 dl 15 bollar Kornax rúgmjöl (í brúnu pokunum) 3 bollar Kornax hveiti (í rauðu pokunum) 2 bollar sykur 1 bolli síróp 20 teskeiðar…

Brauðið sem allir elska

Það kannast flestir við þetta brauð en það kallast pottabrauð og er án efa einfaldasta brauð í heimi. Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa blandaði ég nokkrum hráefnum saman og leyfði deiginu að lyfta sér yfir nótt, í morgun þurfti ég eingöngu að hnoða það örlítið og skella því inn í ofn. Ég hef áður deilt uppskriftinni með ykkur en mig langaði að deila henni enn og aftur. Ég bætti fersku rósmaríni og hvítlauk saman við deigið að þessu sinni og það kom afar vel út. Það er mikilvægt að nota steypujárnspott þegar þið bakið þetta brauð, útkoman verður ekki sú sama í öðrum formum. Ef þið eigið ekki steypujárnspott þá er tilvalið að skella honum á óskalista fyrir jólin, bestu pottarnir sem…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

Einfaldasta brauð í heimi og guðdómleg bruschetta með Mozzarella

  Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna) Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt…

Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…

Bestu kanilsnúðarnir með súkkulaðiglassúr

 Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo viðkvæmt þegar hún er veik og brosin hennar eru best. Kanilsnúðalyktin gerir heimilið líka svo huggulegt og nú er ég að læra undir lokapróf sem er á morgun og ég er ekki frá því að lyktin hjálpi til í lærdómnum, ég fæ mér líka einn og einn snúð eftir glósulestur… það má, ég er löngu hætt að telja snúðana sem ég er búin að borða í dag;) Mæli með að þið prófið þessa og þetta…

Bráðhollt hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldu og bráðhollu hrökkbrauði sem mér finnst algjört sælgæti. Þið getið notað hvaða fræ sem þið viljið og eigið til heima fyrir, ég nota bara það sem ég á til hverju sinni. Þið sem fylgið mér á Snapchat getið séð hvernig ég útbý uppskriftir en í morgun sýndi ég hvernig þetta hrökkbrauð er búið til, einfalt ekki satt? Ég heiti einfaldlega evalaufeykjaran á Snapchat og ykkur er velkomið að fylgja mér þar….

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

1 2 3