Archives

Fyllt snittubrauð

Fyllt snittubrauð með pestófyllingu og hvítlauksfyllingu eru afar ljúffeng og einföld í gerð. Ég elska þessi brauð og geri þau mjög oft, þau eru frábær með súpu eða þá ein og sér. Það þarf alls ekki að vera flókið að baka sitt eigið brauð og mér finnst það alltaf svo gaman, sérstaklega vegna þess að þá veit ég nákvæmlega hvað fer í brauðið. Uppskriftin er mjög einföld og það tekur ekki langa stund að útbúa þessi brauð, þið getið svo auðvitað bætt öllu því sem þið viljið í brauðin og um að gera að prófa sig áfram. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um páskana og ég vona að þið njótið vel. Snittubrauð 500g brauðhveiti frá Kornax 320ml volgt vatn 1msk hunang 15…

Kotasælubollur og bráðhollt túnfiskssalat

Á morgnana og þá sérstaklega um helgar elska ég að baka morgunverðarbollur í ró og næði. Það gefst ekki mikill tími til baksturs á morgnana á virkum dögum en ég nýt þess í botn á laugardögum, að hella upp á gott kaffi og baka brauð í rólegheitum. En takið eftir að hér er ég að lýsa fullkomnum laugardegi, þeir byrja nú ekki allir svona. Ég fékk svo góðar bollur hjá vini okkar í morgunkaffi um daginn en þær bollur innhéldu kotasælu. Ég hef ekki hætt að hugsa um bollurnar sem ég fékk í morgunkaffinu og ákvað þess vegna að prófa mig áfram í morgunbollubakstri með kotasælu. Kotasælan gerir það að verkum að bollurnar verða dunmjúkar og góðar, ég elska kotasælu og nota hana mjög mikið…

Brúsketta með sítrónurjómaosti og reyktum laxi

Í gærkvöldi var sérstakt sítrónuþema í Matargleðinni og ég útbjó þessar sjúklega einföldu brúskettur sem eru tilvaldar í sumar, sem forréttur eða bara sem léttur kvöldverður.  Gott brauð, rjómaostur og reyktur lax fara einstaklega vel saman. Það tekur líka enga stund að skella í þessar einföldu og bragðgóðu brúskettur, sumsé þið eigið eftir að elska þær. Ljúffengt laxabrauð með sítrónurjómaosti Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá byrjun til enda: 20 mínútur Fyrir 3-4  1 gott brauð t.d. súrdeigsbrauð reyktur lax, í sneiðum 200 g rjómaostur, hreinn salt og pipar safi af hálfri sítrónu börkur af hálfri sítrónu 1 msk smátt saxaður graslaukur Klettasalat Ólífuolía Hreinn fetaostur Sítrónubátar   Aðferð: Skerið gróft brauð í sneiðar og leggið í eldfast mót, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í ofni…

Skinkuhorn með mexíkóskum blæ

Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í gær en þau minna mig á sumarið. Ég bakaði síðast skinkuhorn rétt áður en ég átti Ingibjörgu Rósu (sem er 21 mánaða í dag). Það var þess vegna tími til kominn fyrir skinkuhornabakstur!  Ég borðaði ófá horn þegar þau komu út úr ofninum í gær, þau eru auðvitað langbest nýbökuð en svo finnst mér frábært að frysta helminginn af uppskriftinni og grípa í eitt og eitt úr frystinum. Þá er sniðugt að hita þau aðeins…

Pottabrauð og æðislegt pestó úr öðrum þætti af Matargleði Evu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að eiga góða basilíku, hnetur, parmesan og ólífuolíu. Svo er hægt að bæta öðrum hráefnum við, það fer bara eftir stuðinu í manni 🙂 Rósmarín-og hvítlauksbrauð með æðislegu pestói 470 g brauðhveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1 msk ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif   Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. Hellið deiginu…

Gróf rúnstykki með sólblómafræjum

Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar og þá skýst ég frekar út í bakarí og kaupi nokkur rúnstykki. Það er þó miklu skemmtilegra að baka sitt eigið brauð og þess vegna hvet ég ykkur til þess að prófa uppskriftina. Ég hef meira að segja sleppt að láta bollurnar hefast í klukkstund, lét þær eingöngu hefast í 15 mínútur á pappírsklæddu ofnplötunni. Það kom ekki niður á bragðinu – svo ef þið viljið svindla eins og ég geri stundum þá ætti það…

Hollara bananabrauð

Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá hráefni sem er alltaf kostur. Að vísu var brauðið aðeins dekkra hjá mér, ég var með það of lengi í ofninum en þannig var að Ingibjörg Rósa mín er búin að vera lasin og það tók aðeins lengri tíma að svæfa hana í lúrnum í gærdag og það hvarflaði ekki að mér að rjúka niður og taka brauðið út þegar sú litla var alveg sofna, ég náði þó að bjarga brauðinu áður en það brann…

Brauðið sem allir elska

Það kannast flestir við þetta brauð en það kallast pottabrauð og er án efa einfaldasta brauð í heimi. Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa blandaði ég nokkrum hráefnum saman og leyfði deiginu að lyfta sér yfir nótt, í morgun þurfti ég eingöngu að hnoða það örlítið og skella því inn í ofn. Ég hef áður deilt uppskriftinni með ykkur en mig langaði að deila henni enn og aftur. Ég bætti fersku rósmaríni og hvítlauk saman við deigið að þessu sinni og það kom afar vel út. Það er mikilvægt að nota steypujárnspott þegar þið bakið þetta brauð, útkoman verður ekki sú sama í öðrum formum. Ef þið eigið ekki steypujárnspott þá er tilvalið að skella honum á óskalista fyrir jólin, bestu pottarnir sem…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

Einfaldasta brauð í heimi og guðdómleg bruschetta með Mozzarella

  Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna) Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt…

1 2 3 4