Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga…
Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…
Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með…
Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög…
Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat 1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð…
Endilega fylgist með ef þið hafið áhuga @evalaufeykjaran xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með…
Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Olía + smá smör 1/2 blaðlaukur smátt skorinn 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 krukka grilluð paprika (smá af olíunni líka eins og 2 msk) 9 Brúnegg , léttþeytt…
Chia fræ er mjög nærringarrík og eru flokkuð sem ofurfæða, það er því súper gott að byrja daginn á einum Chia graut sem er bæði fallegur og góður. Það tekur enga stund að skella í einn graut og finnst mér best að gera hann kvöldinu áður en þá þarf…
Sesar salat Þetta salat er eitt vinsælasta salat í heimi og er það ekki að ástæðulausu. Kjúklingur, stökkt beikon, gott kál og annað ljúfmeti saman í eitt. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana! Við byrjum á því að útbúa sósuna sem fylgir salatinu. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep…