Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og
aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég
fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi
eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur.
aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég
fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi
eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur.
Eplakaka með þeyttum rjóma
- 200 g smjör
- 3 egg
- 220 g hveiti
- 220 g sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 2 tsk vanilla extract eða sykur
- 1 dl rjómi
- 2 græn epli
- 2 msk sykur
- 1,5 tsk kanill
Aðferð:
- Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið
saman 2 msk af sykri og 1 tsk af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að
liggja í kanilsykrinum í svolitla stund. - Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt
og ljós, bætið eggjum saman við einu í einu. - Blandið þurrefnum saman og bætið saman við eggjablönduna.
Hellið rjómanum saman við ásamt vanillu. - Smyrjið hringlaga kökuform og hellið deiginu í formið,
raðið eplunum ofan á og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. - Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.