Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni en það styttist óðum í bolludaginn sem í mínum bókum er einn besti dagur ársins. Í þættinum fór ég yfir fjórar bollu uppskriftir og ein af þeim var að sjálfsögðu stökkar berlínarbollur með jarðarberjasultu, það er eitthvað við þessar bollur sem ég…
Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og…
Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það…
Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það…
Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að…
Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina…
Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum…
Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar…
Í kvöld er fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Matargleði á Stöð 2. Þátturinn byrjar klukkan 19:25 og ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman af. Mig langar að gefa einum lesanda áskrift af Stöð 2 í 2 mánuði, fallega bolla frá Royal Copenhagen, Matargleði matreiðslubókina mína og…
Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá…