Á morgnana vil ég eitthvað mjög einfalt, helst eitthvað sem ég get gripið með mér út í fljótu bragði. Þess vegna elska ég að búa til gott múslí sem ég get sett út á jógúrt ásamt góðum berjum. Einnig finnst mér æði að narta í múslí yfir daginn – þess…
Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. Spergilkálssúpa 1 msk ólífuolía 300 g spergilkál 2 stórar kartöflur, um350 g 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar)…
Ég er ekki búin að hugsa um annað undanfarna daga en rjómalagað pasta og ég í kvöld var kvöldið til þess að elda gott pasta! Ég ætla að skella þessu á óléttuna, ég þrái kolvetni í hvert mál og mér þykir ekkert betra en gott pasta. Uppskriftin sem ég gerði…
Gærdagurinn var ansi ljúfur og fyrsti alvöru sumardagurinn, get ekki beðið eftir fleiri svona dögum. Ég fór í langan brunch með vinkonum mínum og svo röltum við um miðbæinn, fengum okkur vöfflu og sátum að kjafta í sólinni. Verí næs! Þegar ég kom heim tóku Haddi og Ingibjörg Rósa á…
Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í…
* K O S T U Ð – F Æ R S L A / K Y N N I N G Haddi minn átti afmæli í síðustu viku og er nú orðinn 28 ára. Það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að baka súkkulaðiköku en það er…
Mér finnst voða gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum,…
Himnesk súkkulaðimús Fyrir fjóra til fimm 30 g smjör 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur) Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna Þeytið…
Mánudagur: Ofnbakaður lax í sítrónusmjörsósu er algjört sælgæti! Fljótlegur, einfaldur og virkilega góður. Þriðjudagur: Grænmetisbaka sem er alltaf jafn góð, ég á svo mikið af grænmeti í ísskápnum sem ég þarf að nýta og þá er tilvalið að skella í góða grænmetisböku með fetaosti. Miðvikudagur: Spínat-og ostafyllt pasta sem hreinlega…
Möndlukakan hennar mömmu vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku en mér þótti engin kaka jafn góð og möndlukakan með bleika kreminu. Mamma bakaði þessa köku í vikunni og hún kláraðist mjög fljótt, það var þess vegna alveg tilvalið að baka hana aftur í gær og deila uppskriftinni með ykkur. Mamma…