Vikuseðill

Mánudagur: Ofnbakaður lax í sítrónusmjörsósu er algjört sælgæti! Fljótlegur, einfaldur og virkilega góður.

Þriðjudagur: Grænmetisbaka sem er alltaf jafn góð, ég á svo mikið af grænmeti í ísskápnum sem ég þarf að nýta og þá er tilvalið að skella í góða grænmetisböku með fetaosti. 

Miðvikudagur: Spínat-og ostafyllt pasta sem hreinlega bráðnar í munni, þið eigið eftir að elda þennan rétt aftur og aftur.

Fimmtudagur: Þorskhnakkar í paprikusósu, ég reyni eftir fremsta megni að elda fisk tvisvar í viku og þá er gott að eiga góðar uppskriftir að ljúffengum fiskréttum – þessi er ein af þeim!

Föstudagur: Heilagur pizzadagur og þessi mexíkóska pizza með kjúkling og djúsí ostasósu er hreint út sagt ómótstæðileg.

Laugardagur: Bragðmiklar núðlur með kjúkling og kryddaðri sósu, ég elska þennan rétt og elda hann mjög oft.

Sunnudagur: Helgarsteikin að þessu sinni er fylltur lambahryggur með æðislegu meðlæti.

Helgarbakstur: Kanilkakan sem við fáum ekki nóg af á heimilinu.

Ég vona að þið eigið stórgóða viku framundan.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í Hagkaup.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *