Mánudagur: Súperskálin með bragðmiklum þorski
Þriðjudagur: Geggjað kjúklingasalat með ostasósu og stökkum brauðteningum (Sesar salatið góða)
Miðvikudagur: Grænmetislasagna með ljúffengu pestó. Þið eigið eftir að elska þennan rétt!
Fimmtudagur: Nauðsynlegt að fá aftur fisk og þessi réttur er ótrúlega góður, pestó og fiskur passa einstaklega vel saman.
Föstudagur: Þetta eru yfirleitt pizzakvöld á þessu heimili en það er alltof langt síðan ég hef eldað pítu og þessi uppskrift er tryllt og þá meina ég tryllt. Grísk píta með nautakjöti og tzaziki sósu.
Helgarmaturinn: Lambakórónur með ljúffengri kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu.
Baksturinn: Ójá, kaka drauma minna. Snickers ostakaka sem er bæði fáránlega einföld og mjööööög góð. Mæli svo sannarlega með henni í vikunni eða um helgina, þið megið ráða því.
Ég vona að þið eigið stórkostlega viku framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.