GRÆNMETISLASAGNA ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænmetislasagna með eggaldinplötum

• 1 msk ólífuolía
• 1 rauðlaukur
• 2 hvítlauksrif
• 1 rauð paprika
• 3 gulrætur
• ½ kúrbítur
• ½ spergilkálshöfuð
• 3 sveppir
• 1 msk tómatpúrra
• 1 krukka maukaðir tómatar (425 g)
• 1 grænmetisteningur
• 1 msk smátt söxuð basilíka
• Salt og pipar
• 2 eggaldin
• Rifinn ostur
• 1 stór dós kotasæla
• Ferskur aspas

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 180°C.
2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn.
3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn.
4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á pönnuna. Kryddið til með salti og pipar og leyfið grænmetisblöndunni að malla við vægan hita í smá stund.
5. Skerið niður eggaldinplötur mjög þunnt.
6. Setjið grænmetisfyllingu í botninn á eldföstu móti, því næst fara eggaldinplötur og kotasælan er smurð yfir plöturnar. Sáldrið rifnum osti yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög. Setjið gjarnan aspas yfir réttinn í lokin.
7. Eldið réttinn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
8. Berið fram með gómsætu kasjúhnetupestói.

Kasjúhnetupestó

• 100 g kasjúhnetur
• Handfylli basilíka
• Handfylli blandað salat
• 2 hvítlauksrif
• 1 dl rifinn parmesan ostur
• Salt og pipar
• Ólífuolía, magn eftir smekk
• Safi úr hálfri sítrónu

Aðferð:
1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *