Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum…
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir það gamla. Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram á nýju ári og ég ætlaði auðvitað að vera löngu búin að stinga nefinu hingað inn. Bæði skólinn og vinnan komin á gott skrið eftir dásamlegt jólafrí. Í dag byrjaði ég á nýrri þáttaröð…
Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur…
Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott. Sænskar kjötbollur Smjöreða ólífuolía 1 stórlaukur 2 msk smáttsöxuð steinselja 500 g svínahakk 500 g nautahakk 3 msk sýrður…
Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur…
Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið…
Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga…
Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með…
Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög…
Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat 1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð…