Matargleði Evu. Bakvið tjöldin :)

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir það gamla. Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram á nýju ári og ég ætlaði auðvitað að vera löngu búin að stinga nefinu hingað inn. Bæði skólinn og vinnan komin á gott skrið eftir dásamlegt jólafrí. 
 Í dag byrjaði ég á nýrri þáttaröð en þann 21.janúar fer þriðja þáttaröðin af Matargleði Evu í loftið. Ég vona að þið eigið eftir að njóta vel. Þetta verður eins og í fyrri þáttaröðum blanda af hollum, rjómalöguðum, fljótlegum, einföldum og svo aðeins flóknari uppskriftum. Eitthvað fyrir alla. Ég kem til með að deila myndum með ykkur og þið getið auðvitað fylgst með stöðunni á Snapchat en þið finnið mig undir evalaufeykjaran. Nú er klukkan hins vegar að ganga tíu og konur sem vakna klukkan sex eru löngu farnar að geispa… mig langaði bara rétt að kíkja hingað inn og heilsa ykkur. 

Mjög mikilvægt að pósa duglega haha 🙂
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *