Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum…
Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar…
Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo…
Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…
Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með…
Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar…
Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift…
Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma…
Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert…
Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég…