Það sem mér finnst best við bíltúrinn upp á Akranes eftir skóla er að ég get lúrað í góðar 40 mín.. Kem endurnærð heim beint í bakkelsið auðvitað, sérlega á dögum sem þessum þegar veðrið heimtar að maður haldi sér innandyra þá er nú ekkert annað í stöðunni en að…
Helgin er gengin í garð. Mér finnst alltaf vera föstudagur – vísbending um að tíminn sé ansi fljótur að líða. Tók smá kvíðkast í dag, ekkert agalega mikið eftir af skólanum og það styttist óðum í blessuð prófin. Ég er komin í náttfötin mín, reyndar er ég löngu komin í…
Í hverri viku þá reyni ég að skipuleggja eitt kvöld með manni mínum til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Brjóta aðeins upp hversdagsleikann.. Ég er þannig að ég verð að hlakka til einhvers, annars verð ég ómöguleg. Að setja upp á sig spari andlitið og gleyma lærdómnum í bili… Í…
Hundleiðinlegt veður úti, kalt, rigning og rok. Frá því að ég vaknaði þá hefur mig langað að skríða upp í sófa og það var það nákvæmlega sem ég gerði eftir að ég kom heim úr skólanum. Inn í sólstofu, að dúlla mér við að lesa matreiðslublöð við kertaljós. Ooog með…
…Huggulegheit við lærdóm. Gott að heyra í vindinum úti en inni er hlýtt og gott, sérlega í sokkunum sem yndislega vinkona mín hún Íris prjónaði handa mér. xxx …
Sunnudagur til sælu í orðsins fyllstu. Dagurinn átti að fara í lærdóm og bara lærdóm, en svo tók sunnudagsdúllerí yfir. Kláraði þó lærdóms skammt helgarinnar þannig samviskan er í góðu. Helgin er ansi fljót að líða og á morgun hefst ný vika með nýjum verkefnum. Október gengin í garð og…
Skóladagar. Það er svo sannarlega að koma október, tíminn flýgur. Dagarnir eru ansi langir. Fer út klukkan sjö á morgnana og er búin í skólanum um fimm – sexleytið. Svo heim, matur, hreyfing og lærdómur. Ef til vill smá tiltekt… en bara smá. Próf, verkefnaskil og mikill lestur = Október….
Það er ósanngjarnt og ömurlegt að lesa frétt um ellefu ára dreng sem tók sitt eigið líf. Ellefu ára gamall, allt lífið framundan. Börn eiga að njóta sín og barndómurinn á að vera besti tíminn. En hvað gerist? Einelti, það er það sem gerist. Einelti er það ferlegasta sem ég…
…Dimmt úti, kalt úti, heitt inni, kertaljós, vinkonur, lærdómur og heitt kakó. Uppskrift að huggulegu kvöldi.
Haustfílingur. Í dag fór ég í klippingu og litun hjá mínum ástkæra Svavari. Aðeins að hressa uppá hárið fyrir haustið – ég er ansi ánægð með útkomuna og get ekki hætt að þefa af hárinu. Ég elska hvað hárið er fínt og vel lyktandi eftir góða sjæningu. xxxx