Það sem mér finnst best við bíltúrinn upp á Akranes eftir skóla er að ég get lúrað í góðar 40 mín.. Kem endurnærð heim beint í bakkelsið auðvitað, sérlega á dögum sem þessum þegar veðrið heimtar að maður haldi sér innandyra þá er nú ekkert annað í stöðunni en að gera smá vel við sig, gott að hafa eitthvað að narta í með lestrinum.
 Stutt eftir af skólanum og nú fer stressið að segja ærlega til sín, verkefni..verkefni. Þannig nú er eins gott að bretta upp ermar og liggja yfir blessuðum bókunum.
Kaffitíminn kallar!
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *