Kósíheit á miðvikudegi

Hundleiðinlegt veður úti, kalt, rigning og rok. Frá því að ég vaknaði þá hefur mig langað að skríða upp í sófa og það var það nákvæmlega sem ég gerði eftir að ég kom heim úr skólanum. Inn í sólstofu, að dúlla mér við að lesa matreiðslublöð við kertaljós. Ooog með gott kaffi auðvitað! Fæ til mín góða gesti í mat annað kvöld og er því að vinna í því að ákveða hvað ég ætla að gefa þeim að borða. Huggulegheit svona áður en lærdómurinn hefst þetta kvöldið. Mæli með því að þið hoppið aðeins upp í sófa, kveikið á kerti og lesið bók/blöð eða bara eitthvað sem ykkur langar og hlustið á veðrið.. ég er að segja ykkur að það er fátt jafn kósí. Ég ætla allavega að sitja hér pínu lengur og njóta…

xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *