Öll eigum við minningu tengda mat, ég á margar mjög góðar minningar úr eldhúsinu hennar ömmu. Eitt af því sem mér fannst best að fá hjá henni voru fiskibollurnar hennar. Ég sé ömmu alltaf fyrir mér í eldhúsinu sínu í Engihjallanum með svuntu á milljón að gera bollur handa stórfjölskyldunni….
Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu eru í miklu uppáhaldi og ég elskaði að koma í heimsókn til ömmu og gæða mér á bollunum ásamt brúnu sósunni sem borin var fram með bollunum. Nú þegar ég hugsa um þessar heimsóknir finn ég ósjálfrátt lyktina af matnum… og ylja mér við ljúfar minningar….
Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og…
Korter í kvöldmat er nýr liður á blogginu en í þessum færslum ætla ég að deila með ykkur einföldum og ofur góðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera mjög fljótlegar. Fyrsti rétturinn sem ég ætla að deila með ykkur er ljúffeng bleikja í teriyaki sósu. Ég eldaði þennan…
Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega? Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga…
Gleðilega vinnuviku allir saman! Ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott um páskana. Sjálf átti ég frábæra páska með fólkinu mínu og kom endurnærð til vinnu í morgun. Markmið vikunnar er að minnka súkkulaðiát haha og þá er tilvalið að hefja vikuna á þessum græna og fína drykk…
Fiskitakkós er algjör snilld til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fisk og grænmeti. Ég elska þessa uppskrift og geri hana mjög oft hér heima fyrir, það tekur enga stund að búa til þennan rétt og það er lygilega einfalt að baka sínar eigin tortillavefjur. Á föstudögum…
Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég…
Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var…
Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs djion sinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur t.d. hesli og…