Ofnbakaðir þorskhnakkar í paprikusósu

 

Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég eldaði þennan góða rétt í vikunni, ég tók bara það sem ég átti til inn í ísskáp og útkoman var mjög góð. Svo góð að ég borðaði yfir mig og gott betur en það. Mæli með þið prófið fiskréttinn og ég vona að þið njótið vel.

 

 

Ofnbakaðir þorskhnakkar með paprikuosti

 • 1 msk ólífuolía eða smjör
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 4 gulrætur, smátt skornar
 • 1 rauð paprika, smátt skorin
 • 1/2 blómkálshöfuð, smátt skorið
 • 1/2 spergilkálshöfuð, smátt skorið
 • 700 g þorskhnakkar
 • 3/4 paprikuostur eða heill, smátt skorinn
 • 250 ml rjómi
 • Salt og nýmalaður pipar
 • 100 g rifinn ostur
Aðferð:
 1. Steikið grænmetið upp úr olíu eða smjöri í nokkrar mínútur eða þar til grænmetið fer að mýkjast.
 2. Bætið ostinum og rjómanum saman við, leyfið grænmetisblöndunni að malla í smá stund og kryddið til með salti og pipar. Þegar osturinn er allur bráðinn er blandan tilbúin.
 3. Skerið þorskhnakkana í bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar. Hellið grænmetiðsblöndunni og rifnum osti yfir og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur.
 4. Berið fram með fersku salati og hrísgrjónum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *