Helgarbaksturinn er að þessu sinni ljúffeng súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum, já ég legg ekki meira á ykkur. Þessi kaka sameinar það sem mér þykir svo gott, súkkulaði og pekanhnetur. Kakan er ekki bara bragðgóð heldur er hún líka svo einföld og fljótleg í bakstri, það er alltaf plús. Þið…
Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega…
Babyshower er veisla sem haldin er til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Amerísk hefð að sjálfsögðu en mikil ósköp er gaman að halda svona boð, þetta er auðvitað bara afsökun fyrir kökuáti með…
Silvíu kaka er í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt…
Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati. Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum. Miðvikudagsrétturinn er afar góður, kjúklingalæri í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í…
Á hverjum degi kemur upp sama spurningin, hvað á að hafa í matinn? Tíminn er oft af skornum skammti en öll viljum við borða eitthvað gott og helst búa það til sjálf. Fyrir nokkrum árum starfaði ég á vinnustað þar sem viku matseðilinn var skipulagður á sunnudögum, þá var þetta…
Amerískar pönnukökur hafa lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og í morgun ákvað ég að breyta aðeins uppskriftinni sem ég nota yfirleitt. Aðal breytingin er sú að ég bætti kakó út í deigið og smá kanil, nú eru þetta þess vegna súkkulaðipönnukökur. Þær eru algjört lostæti og sérstaklega með…
Þessi súkkulaðikaka er ótrúlega einföld og svakalega góð, hún er mjög blaut og er best þegar hún er enn heit og borin fram með vanilluís. Haddi bað mig um að baka þessa köku í vikunni og að sjálfsögu var ég til í það, enda slæ ég aldrei hendinni á móti…
Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta á, þá er það klassísk og dásamleg súkkulaðikaka með ljúffengu smjörkremi. Ég baka þessa köku að lágmarki einu sinni í mánuði. Það er fátt sem jafnast á við nýbakaða súkkulaðiköku með góðu kremi og ískaldri mjólk. Þessi súkkulaðikaka er án…
Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að klassískum kanilsnúðum með jólakeim. Fyllingin er jólaleg að því leytinu að ég notaði kryddin sem ég nota við piparkökubakstur. Ef það er eitthvað jólalegt þá er það ilmurinn af piparkökum. Ég bjó til karamellusósu og ristaði heslihnetur sem ég…