Bláber eru bæði ótrúlega holl og góð, þau eru stútfull af andoxunarefnum og bæta meltinguna. Ég elska bláber og nota þau mikið í bæði matargerð og bakstur, svo er auðvitað frábært að fá sér bláber sem nasl milli mála. Eitt af því besta sem ég fæ mér er bláberja boozt,…
Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing….
Frískandi berjaboozt kemur manni í stuð, ég er að segja ykkur þetta satt. Þessa dagana er ég að vinna í nýjum þáttum og að klára lokaritgerð í viðskiptafræðinni. Ég þarf þess vegna góða orku til að koma mér í gegnum annasama daga. Boozt eru frábær að því leytinu að hægt…
Fagurbleikur og bragðgóður boozt er fullkomin byrjun í góðu brönsboði. Á tyllidögum má svo fara alla leið og fylla drykkinn upp með kampavíni. Virkilega frískandi og góður drykkur sem tekur enga stund að búa til og allir elska. Bleika dásemdin 1 bolli frosin jarðarber 1 bolli frosin hindber 1 bolli…
Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum…
Mér finnst mjög gott að fá mér orkumikið og ljúffengt boozt, sérstaklega núna þegar mikið er að gera og prófin byrjuð. Það tekur enga stund að búa það til og booztið er stútfullt af hollustu. Ég mæli svo sannarlega með að þið prufið og njótið. Green Tea boozt Green Tea…
Þegar að klukkan hringdi í morgun kl.05:30 þá voru augnlokin þúsund kíló, ég sem var svo ánægð að hafa farið snemma upp í rúm í gær en þá auðvitað var ég andvaka til að verða tvö. Þannig ég gat ómögulega hugsað mér að skottast af stað í Metabolic þegar að…
Það er ekkert sem jafnast á við ferskt og gott boozt í morgunsárið. Ég nota yfirleitt frosin ber og booztin verða betri fyrir vikið að mínu mati. Ísköld og ljúffeng, alveg eins og að borða góðan ís. Það tekur enga stund að gera boozt, ég nota það sem ég á…
Eins og ég hef nú sagt við ykkur áður þá er ekkert betra en gott boozt í morgunsárið. Í morgun þá gerði ég mér mangó boozt sem er að mínu mati svakalega gott. Mangó boozt 1 bolli frosið mangó, í litlum bitum 1 banani 1 msk haframjöl 1/2 msk hörfræ…
Það er ansi ljúft að byrja daginn á því að fá sér góðan boozt. Ég reyni að vera dugleg að búa til b oozt áður en ég fer í skólann en vissulega er ekki alltaf tími til þess. Þá daga sem ég næ að gera mér boozt þá líður mér…