Mangó Boozt

 Eins og ég hef nú sagt við ykkur áður þá er ekkert betra en gott boozt í morgunsárið. Í morgun þá gerði ég mér mangó boozt sem er að mínu mati svakalega gott. 
Mangó boozt 

1 bolli frosið mangó, í litlum bitum
1 banani
1 msk haframjöl
1/2 msk hörfræ
3 msk vanilluskyr
engiferrót, rifinn
1 – 2 bolli appelsínutrópí
Allt sett í blandarann í nokkrar mínútur. Ég vil hafa mitt boozt svolítið þykkt en þið getið auðvitað bætt við meiri safa ef þið viljið hafa það heldur þynnra. 
Mæli hiklaust með að þið prufið og njótið. 
Það er föstudagur í dag! Uppáhalds dagurinn minn í vikunni. 
Ég er að fara til Akureyrar í dag og verð þar yfir helgina á ráðstefnu stúdentahreyfinganna á Íslandi. 
Ég hef ansi góða tilfinningu fyrir helginni, það er alltaf svo gaman að koma til Akureyrar. 

Góða helgi kæru vinir

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Hvar fékkstu þessi margrómuðu rör? Þau eru geðveik! Eru þau nokkuð fjölnota??
    Takk annars fyrir að gefa mér frábærar hugmyndir…djöfulsins snillingur segi ég bara 😉

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *