Það er ekkert sem jafnast á við ferskt og gott boozt í morgunsárið. Ég nota yfirleitt frosin ber og booztin verða betri fyrir vikið að mínu mati. Ísköld og ljúffeng, alveg eins og að borða góðan ís.
Það tekur enga stund að gera boozt, ég nota það sem ég á í ísskápnum og frystinum hverju sinni. Í morgun þá gerði ég mér bláberja boozt og hann var sérlega góður.
Bláberjaboozt
2 bollar frosin bláber
1 banani
1 msk hörfræ
1 lítill dós af vanilluskyri
150 ml superberries safi (magn er í raun eftir smekk, þið prufið ykkur til)
Rifinn engiferrót, magn eftir smekk
Allt sett í blandarann í nokkrar mínútur.
Það er nóg fyrir stafni í dag svo það var algjör nauðsyn að byrja daginn vel með góðum boozt.
Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir, það er svo föstudagur á morgun sem þýðir að helgin er að koma. Það er alltaf föstudagur, tíminn flýgur áfram.
xxx
Eva Laufey Kjaran