Það styttist í jólin og eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og…
Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum…
Í gærkvöldi var mér boðið í ævintýralega lakkrísveislu á Kolabrautinni. Réttirnir voru fimm talsins og innihéldu allir lakkrís frá heimsþekkta fyrirtækinu Lakrids By Johan Bülow. Eftir þessa veislu og gott spjall við Johan er ég enn hrifnari af lakkrísnum hans og ákvað strax í morgun að hefja þennan sunnudaginn á…
Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert…
Það eru ekki mörg ár síðan ég smakkaði bollakökur í fyrsta skipti. Ég var auðvitað búin að smakka jógúrtmuffins en bollakökur með miklu kremi og fallegu skrauti heilluðu mig upp úr skónum og það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrsta bita. Vanillubollakökur eru í…
Ég og amma bökuðum ljúffengar bollakökur fyrr í vikunni. Ég var búin að sjá á netinu uppskriftir af bollakökum með ís og mér fannst það virkilega spennandi, þess vegna varð ég að prufa að baka slíkar kökur. Ég valdi Gott súkkulaðiísinn í kökurnar. Hann er að mínu mati ótrúlega góður…
….. a piece of happiness Fyrir fimm árum þá fæddist dásamlegur prins hann Kristían Mar Kjaran, systursonur minn. Hann er mikið afmælisbarn og ég hefði óskað þess að eyða með honum afmælisdeginum. Það er agalega erfitt að prinsarnir mínir búi í Noregi. Þeir eru þrír prinsar í Noregi, ólíkir og…
Sumarlegar og sætar bollakökur. Þessar bollakökur eru einstaklega einfaldar. Mér finnst voðalega gaman að baka bollakökur og skreyta þær. Þær eru einstaklega góðar nýkomnar út úr ofninum með engu kremi, nýbökuð bollakaka og ísköld mjólk. Fátt sem jafnast á við það. Það er hægt að bæta berjum við þessa uppskrift t.d….
Ég geri ansi oft vanillu cupcakes en ákvað að breyta til í dag og lagaði mína tegund af límónukókos cupcakes. LímónuKókos cupcakes. ca. 22 kökur 200 g smjör 3 dl sykur 4 egg 5 dl hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft 4 dl Kókosmjólk Rifinn börkur af einni límónu Safi úr…
12 Dásamlegar Oreo cupcakes 125 gr. Smjör 2 dl. Sykur 2 Egg 1 dl. Mjólk 3 dl. Hveiti 1,5 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Vanillusykur (Eða vanilla extract) 50 gr. Oreo kexkökur, mulið í grófa bita. 1. Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri, blandið síðan einu og einu eggi út…