Við fjölskyldan áttum yndislega daga á Spáni í byrjun júlí. Þetta var besta skyndiákvörðunin sem við höfum tekið í langan tíma, við nutum þess að vera í algjöru fríi. Slöppuðum af og borðuðum ís í öll mál, vorum ekkert að vandræðast yfir einhverju bikiníformi. Allir voru sælir og glaðir og…
Ég og Agla vorum í New York um daginn og hittum Stebba okkar sem var að flytja til borgarinnar. Þrátt fyrir stutt stopp náðum við þó að afreka ansi margt, best af öllu var þó að hittast, knúsast og hlæja. Planið er að fara í aðra heimsókn til hans í…
Hæ ég heiti Eva og ég er með valkvíða. Svo finnst mér líka gott að borða, þið sjáið það mögulega á myndinni hér fyrir ofan. Svona byrjaði ég daginn minn í Seattle. Seattle er ansi hugguleg borg. Uppáhaldið mitt í borginni er Public Market Center, þar gæti ég eytt mörgum…
Ég fór í fyrsta skipti til Toronto í vikunni. Borgin er að mínu mati sérlega skemmtileg, stórborg sem býður líka upp á rólegt umhverfi. Háhýsi einkenna borgina og fallegar strendur. Mér finnst mjög gaman í stórborgum en stundum finnst mér þær svolítið kæfandi og þá er gott að bregða sér…
Boston Ég fór í fyrsta skipti til Boston um daginn. Borgin er ansi hugguleg, róleg og fín. Mjög evrópuleg að mínu mati. Veðrið var ansi ljúft og það var gaman að rölta um borgina í sumarkjól. Ég fór ásamt samstarfsfólki mínu í „duck tour“ um borgina, það er ansi skemmtileg…
Í júlí þá fór ég til New York og kíkti meðal annars í Magnolia Bakery. Dásamlegra bakarí hef ég ekki séð, allt svo fallegt og krúttlegt. Ég hefði geta eytt mörgum tímum þarna inni í smakk og dúllerí. Eins og þið sjáið á myndunum þá var ég með eindæmum vandræðalegur…
New York í sólarhring. Ég flaug einu sinni til New York í fyrra og var þetta því í annað sinn sem ég kem til borgarinnar, gaman að koma aftur og svo mikið að skoða. Ég hefði auðvitað verið meira en til í að vera lengur, ég náði þó að skoða…
Byrjaði gærdaginn á því að fara í Magnolia Bakery, komst í kökuvímu, keypti mér krúttlegar bollakökur og límónaði, fann mér góðan stað í Central park, sólaði mig, borðaði kökur og skoðaði nýju kökubókina mína sem ég keypti í þessu dásamlega bakarí. Ég hef sjaldan verið jafn sátt og sæl á…
Kom heim í morgun frá Minnepolis. Fór þangað í fyrsta sinn í fyrra svo það var gaman að koma aftur, ansi hugguleg borg. Var svo heppin að vera með góðu fólki svo ferðin var mjög skemmtileg. Borðuðum á dásamlegum stað, í forrétt fengum við bruschettu sem var algjört æði. Þetta…
Ég og Haddi eyddum helginni á Hvolsvelli, á leiðinni á Hvolsvöll þá stoppuðum við á nokkrum stöðum m.a. Þingvöllum, Laugarvatni og hjá Gullfoss. Mikið sem það var huggulegt, ég hefði þó viljað staldra lengur við á hverjum stað því veðrið var unaðslegt og náttúran ótrúleg. Fórum í sund á Laugarvatni…