Magnolia Bakery

Í júlí þá fór ég til New York og kíkti meðal annars  í Magnolia Bakery. Dásamlegra bakarí hef ég ekki séð, allt svo fallegt og krúttlegt. Ég hefði geta eytt mörgum tímum þarna inni í smakk og dúllerí.
 Eins og þið sjáið á myndunum þá var ég með eindæmum vandræðalegur túristi, fyrir mér var þetta ábyggilega jafn merkilegt og þegar fólk fer upp í Empire state og tekur margar myndir. 
Kökuhimnaríki og ég bara varð að taka myndir til þess að deila með ykkur, jú líka svo ég gæti skoðað þær aftur og aftur. 
Mæli innilega með því að þið farið í þetta dásamlega bakarí og smakkið bakkelsið, mæli sérstaklega með banana búðingnum. Sá búðingur er undur! Ég keypti mér kökubókina frá þeim og hlakka til að prufa uppskriftirnar. Ég bakaði súkkulaðiköku um daginn í Magnoliu stíl.
 Kökur á mörgum hæðum heilla mig gífurlega og mér finnst þær extra fallegar. 

 Súkkulaðikakan mín í Magnoliu stíl 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)