Boston

Boston 

Ég fór í fyrsta skipti til Boston um daginn. Borgin er ansi hugguleg, róleg og fín. Mjög evrópuleg að mínu mati. Veðrið var ansi ljúft og það var gaman að rölta um borgina í sumarkjól. Ég fór ásamt samstarfsfólki mínu í „duck tour“ um borgina, það er ansi skemmtileg leið til þess að skoða þessa fallegu borg. Bíll sem keyrir og siglir, það var fjör. Mæli með því að þið skellið ykkur í slíka ferð um borgina ef þið eruð á leiðinni til Boston. 
Ég hefði svo sannarlega viljað vera lengur en vonandi fer ég þangað fljótlega aftur. 

 Á hótelinu í sumarsælunni 

 Stundum að gera vel við sig í mat, tacos. 
 Gott veður, nammigóður drykkur frá starbucks, smá búðarrölt og huggulegheit. 
Fólk að kæla sig niður í hitanum. 
Ansi góð ferð! 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *