Þrír Frakkar

Í kvöld þá fórum við  Haddi ásamt vinafólki okkar út að borða á veitingastaðinn Þrír Frakkar. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef komið þangað og ég var ótrúlega ánægð með kvöldið. Fallegur og heimilislegur veitingastaður, góð þjónusta, fjölbreyttur matseðill þar sem rík áhersla er lögð á sjávarfang. 
Ég tók fáeinar myndir af öllum þeim ljúffengu réttum sem við fengum að prófa. 
 Í forrétt fengum við að smakka á öllum smáréttum sem í boði eru á matseðlinum.
 Hval, lunda, hreindýrapaté, makríl og túnfisk.

Ég verð að viðurkenna að þetta er líkast til ekki eitthvað sem ég myndi vanalega panta mér, alltaf föst í því sama en ég varð fyrir óvæntri ánægju með matinn. Ég var sérlega hrifin af lundanum, ég var að smakka hann í fyrsta sinn og hann var mjög góður. 

 Þetta er nú dásemdin ein. Ferskur kræklingur, sem týndur var um hádegi í dag.
Í hvítvínshvítlaukssósu. Gómsætt!

 Fyrsti aðalrétturinn af þremur voru heilsteikt sítrónukrydduð Rauðsprettuflök með kaldri Wasabi sósu.

 Annar aðalrétturinn var smjörsteikt lúðuflök með humar í humarsósu. (Mitt uppáhald þetta kvöldið)

 Þriðji aðalrétturinn var ferskur léttsteiktur Blá-ugga Túnfiskur með soya-smjörsósu og wasabi kartöflumús.

 Eftirrétturinn dásamlegi.. Skyr Brulée, vanilluís og frönsk súkkulaðikaka. Ómæ ómæ, ég þarf nú varla að lýsa því hvað þetta var ljúft. Myndin talar sínu máli. 
 Södd og afskaplega sæl með gott kvöld. 

Frábært kvöld, sérlega góður staður sem ég mæli hiklaust með að þið prófið. Þetta er veitingastaður með sál og þangað ætla ég svo sannarlega aftur að fara sem fyrst 
Ég vil þakka Eyþóri matreiðslumanni sérlega fyrir okkur. 
xxx
Eva Laufey

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *