Njóttu dagsins í dag, hann kemur aldrei aftur.

Ójá, verkefnavinna loksins á enda. Nú get ég einbeitt mér að próflestri enda er hættulega stutt í blessuð prófin. Ég finn fyrir því á hverjum degi hvað ég gerði sjálfri mér það gott með því að breyta um nám, er að finna mig mjög vel í náminu og hef virkilega gaman af því sem ég er að læra. Eins erfitt og það var að sættast á það við sjálfan mig að breyta einhverju sem ég var búin að ákveða þá var það vonandi mín besta ákvörðun til þessa.
Álit og skoðanir annarra skipta manni oft of miklu máli. Ég fékk t.d. það svar um daginn þegar að ég var að segja hvað ég væri ánægð í náminu og fegin að hafa skipt að hitt námið hefði nú verið mun praktískara fyrir mig… Hvernig í ósköpunum veit einhver hvað er praktískt fyrir mig??
Ég er tuttuguogtveggja ára gömul, ég er búin að setja mér markmið um það sem ég vil verða þegar að ég verð „stór“. 
Ég reyni að fylgja hjartanu og heilanum í senn.
 Ég ætla ekki í gegnum lífið á praktískan máta þ.e.a.s fylgja einhverju stöðluðu formi. Ég hef ekki gert það hingað til og mun ekki gera það í framtíðinni. Það er ekki ég, svo lengi sem ég fæ bara að vera ég þá verð ég ánægð. Ætla ekki í þykjustunni leik af því að það er praktískt og það hentar einhverjum öðrum.
Tíminn sem við fáum hérna er ekki langur og því er nauðsyn að nýta hvern dag í eitthvað sem manni þykir merkilegt, skemmtilegt og ánægjulegt.
Að njóta líðandi stundar og dagsins í dag er ekki auðvelt, maður þarf svo sannarlega að minna sig á það að lifa í núinu. En það getur reynst þrautinni þyngri að því leytinu til að hugurinn reikar svo oft í framtíðina eða leitar aftur til fortíðar.. ég verð að gera þetta og ég hefði nú átt að gera hitt.
Í stað þess að hugsa meira um það sem maður ætlar sér á degi hverjum, taka einn dag í einu?
Kennarinn minn í markaðsfræðinni benti okkur á það ráð í dag að njóta stundarinnar, að njóta þess að vera í skóla og að njóta þess sem við erum að gera í dag. Ég ætla að taka það ráð og reyna eftir bestu getu að fara eftir því.
 Afhverju eigum við eitthvað frekar eftir að njóta einhvers í framtíðinni ef við kunnum ekki að njóta í dag? 
Að því sögðu þá verð ég að deila því með ykkur að ég naut þess að borða góðan fisk í kvöldmat, ég naut þess að drekka gott kaffi eftir matinn og nú ætla ég að bomba mér í hlaupagallann og njóta þess að hlusta á góða tónlist á meðan ég hleyp um bæinn minn fallega. 

xxx

Endilega deildu með vinum :)

7 comments

  • Þetta er bara nákvæmlega svona Eva Laufey, maður á að njóta lífsins NÚNA. Fólk er oft að fresta því að lifa lífinu og njóta t.d. þangað til prófin eru búin eða þar til skólinn er búinn en málið er það að ef við njótum ekki dagsins í dag munum við ekki njóta þeirra daga sem koma seinna, maður á ekki að fresta hamingjunni heldur að læra að njóta þess sem maður er að gera hverju sinni. Mæli með bókinni "Meiri hamingja" hún er mjög góð. =)

    Kveðja,
    Ástríður

  • Ég er alveg sammála þér og langar að hrósa þér fyrir ótrúlega flott og skemmtilegt blogg.
    Langar samt að spurja hvað þú ert að læra og hvað þú varst að læra 🙂

    Haltu áfram að vera dugleg ! 🙂

  • Algjörlega sammála þér Eva Laufey.. Maður þarf líka að vera duglegur að minna sig á.. 🙂
    Held ég muni líka skella mér á þessa bók Ástríður.. Takk fyrir ábendinguna..
    Og takk fyrir flott blogg Eva Laufey.. Fer hér inn á hverjum degi.. hehe.. 🙂

  • ég gjörsamlega dáist að því hvað þú ert jákvæð í lífinu og orkumikil !
    skemmtilegt blogg og alltaf gaman að lesa allt sem þú setur hérna inn 🙂
    Hafðu það gott.

    – Alma Eiðsdóttir

Leave a Reply to Ragna Lóa - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *