Archives

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA ÚR EINFALT MEÐ EVU

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA Hráefni:  • 2 msk olía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 stilkar vorlaukur • 250 lax, roðlaus og beinlaus • 250 g blandaðir sjávarréttir • 1 dós kókosmjólk (400 ml) • 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur • 1 límóna • 2 paprikur, appelsínugul og rauð • Handfylli kóríander • ½ msk fiskisósa • 250 g risarækjur, ósoðnar • ½ – 1 msk karrí • 1 tsk paprikukrydd • Cayenne pipar á hnífsoddi • Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: 1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. 2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til…

Kröftug haustsúpa

Í gærkvöldi eldaði ég þessa ljúffengu súpu sem er að mínu mati fullkomin á haustin, ég keypti hakk fyrr um daginn og ætlaði að elda takkó en mig langaði miklu meira í súpu og þess vegna ákvað ég að prófa að nota hakkið í þessa kröftugu „gúllassúpu“. Það kom mjög vel út og súpan varð aðeins léttari fyrir vikið, ég elska gúllassúpur og þessi hér sem er uppskrift frá mömmu minni er í miklu uppáhaldi. Ég studdist við hana þegar ég eldaði þessa súpu í gær og notaði bara það sem ég átti til í ísskápnum, þá má sko aldeilis leika sér með hráefnin í þessari uppskrift – ekkert er heilagt í súpugerð 🙂 Kröftug haustsúpa 1 msk olía 400 g nautahakk 5 sneiðar beikon…

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum 1 msk olía 1 laukur 2 hvítlauskrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5 – 6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1 – 2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. Paprikukrydd ½ tsk cuminkrydd 1/2 tsk. þurrkað koríander 1 tsk karrí salt og pipar   Aðferð:   Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.   Meðlætið með súpunni…

Ljúffeng spergilkálssúpa

Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. Spergilkálssúpa 1 msk ólífuolía 300 g spergilkál 2 stórar kartöflur, um350 g 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) Salt og nýmalaður pipar Smjör Aðferð: Skerið lauk, hvítlauk, spergikál og karöflur í litla bita. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Bætið kartöflum og spergilkáli saman við og steikið í smá stund. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjúklingasoði saman við og leyfið súpunni að malla í hálftíma eða lengur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota (þess þarf ekki en mér finnst hún betri þykkari…

Humarsúpan úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu minn og þykir mér mjög vænt um þessa uppskrift. Ég lofa ykkur að þið eigið eftir að elda súpuna aftur og aftur.   Lúxus humarsúpa  Humarsoð Smjör 600-700 g humarskeljar 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 1 laukur 2-3 lárviðarlauf 3-4 hvítlauksrif 3-4 tímían greinar 1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar 1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda 1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar) 1 glas hvítvín (ca 3 dl) Salt og pipar   Aðferð: Skolið humarinn mjög vel…

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

Gúllassúpan hennar mömmu

Þetta veður kallar á góða og matarmikla súpu, við þurfum mat sem hlýjar okkur að innan á köldum rigningardögum. Það er eins og hellt sé úr fötu! Ég verð að viðurkenna að það er sérstaklega notalegt að vera heima við á svona dögum, ég þarf þó að koma mér út í matarbúð fljótlega. Mig vantar hráefnin í þessa súpu sem er að mínu mati ein sú allra besta. Gúllas, beikon, rófur og fleiri ljúffeng hráefni saman í eitt. Uppskrift sem klikkar ekki. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru lesendur. Gúllasdraumur   Uppskrift miðast á við fjóra til fimm manns. 600 – 700 g nautagúllas 2 msk ólífuolía 3 hvílauksrif, marin 1 meðalstór laukur, smátt skorinn 2 rauðar paprikur, smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 1 sellerístöng, smátt skorinn 1 msk…