Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir og það má með sanni segja að þetta sé ein af þeim. Bragmikill kjúklingur með fersku grænmeti, góðri sósu og stökkum wasabi hnetum… allt í einum bita! Ég er að segja ykkur það, þið verðið að prófa þennan rétt. Njótið vel. Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar…