Archives

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott. Sænskar kjötbollur Smjöreða ólífuolía 1 stórlaukur 2 msk smáttsöxuð steinselja 500 g svínahakk 500 g nautahakk 3 msk sýrður rjómi 1 egg 3 – 4 msk brauðrasp salt ognýmalaður pipar Aðferð: Hitiðsmjör eða ólífuolíu á pönnu, steikið laukinn í smá stund eða þar til hann fer að mýkjast. Saxið niður steinselju og bætið út á pönnuna. Blandiðöllum hráefnum saman í skál og mótið litlar bollur úr hakkblöndunni. Steikiðbollurnar á pönnu, snúið reglulega og leggið í eldfast mót. Klárið að elda bollurnar í ofni við 180°C í 10 – 15 mínútur. Beriðbollurnar fram með kartöflum, brúnni…

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.

Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel.   Ofnbakað Mac & Cheese  250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…

Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði

Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög vel við á haustin. Spaghetti Bolognese 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinselja Aðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið…

Nautalund með bernaise og piparostasósu

  Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir  Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.  Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum 600 g nautahakk 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið 2 dl steikt smátt skorið beikon handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja) 1 egg brauðrasp, magn eftir smekk 150 g rifinn mexíkóostur salt og pipar Tillögur…

Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.

Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina. Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti. 600 g nautahakk olía rauðlaukur 1 dl smátt skorið stökkt beikon 2 msk dijon sinnep 2 msk söxuð steinselja 1 egg brauðrasp 2 dl rifinn piparostur salt og pipar   hvítmygluostur Aðferð:    Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni…

Hægeldað lambalæri með ljúffengu kartöflugratíni og piparostasósu.

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri  1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1.     Hitið ofninn í 120°C. 2.     Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3.     Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…

Gúllassúpan hennar mömmu

Þetta veður kallar á góða og matarmikla súpu, við þurfum mat sem hlýjar okkur að innan á köldum rigningardögum. Það er eins og hellt sé úr fötu! Ég verð að viðurkenna að það er sérstaklega notalegt að vera heima við á svona dögum, ég þarf þó að koma mér út í matarbúð fljótlega. Mig vantar hráefnin í þessa súpu sem er að mínu mati ein sú allra besta. Gúllas, beikon, rófur og fleiri ljúffeng hráefni saman í eitt. Uppskrift sem klikkar ekki. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru lesendur. Gúllasdraumur   Uppskrift miðast á við fjóra til fimm manns. 600 – 700 g nautagúllas 2 msk ólífuolía 3 hvílauksrif, marin 1 meðalstór laukur, smátt skorinn 2 rauðar paprikur, smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 1 sellerístöng, smátt skorinn 1 msk…

1 2 3