Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu minn og þykir mér mjög vænt um þessa uppskrift. Ég lofa ykkur að þið eigið eftir að elda súpuna aftur og aftur. Lúxus humarsúpa Humarsoð Smjör 600-700 g humarskeljar 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 1 laukur 2-3 lárviðarlauf 3-4 hvítlauksrif 3-4 tímían greinar 1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar 1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda 1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar) 1 glas hvítvín (ca 3 dl) Salt og pipar Aðferð: Skolið humarinn mjög vel…