Archives

Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu

Ítalskur vanillubúðingur með ástarlaldinsósu 500 ml rjómi 100 g hvítt súkkulaði 2 msk vanillusykur 1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím   Aðferð Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. Ástaraldinsósa 3 ástaraldin 3  tsk flórsykur Aðferð: Skafið innan úr ástaraldin ávextinum og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og…

Sykursætur sumardagur

Gærdagurinn var ansi ljúfur og fyrsti alvöru sumardagurinn, get ekki beðið eftir fleiri svona dögum. Ég fór í langan brunch með vinkonum mínum og svo röltum við um miðbæinn, fengum okkur vöfflu og sátum að kjafta í sólinni. Verí næs! Þegar ég kom heim tóku Haddi og Ingibjörg Rósa á móti mér á pallinum og við héldum áfram að hafa gaman í sólinni, er ég búin að nefna sól? haha. Vítamínsprauta og litlan elskar að vera úti í góða veðrinu, það verður allt miklu betra í góða veðri – en þið vitið það svosem alveg. Ég tók nokkrar myndir í gær og langar að deila þeim með ykkur. Halló sumar! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Bóndagurinn – þriggja rétta lúxus máltíð

Ég gleymdi ekki bóndadeginum en ég var hins vegar ekki nógu sniðug og búin að plana einhver huggulegheit í morgunsárið, sem betur fer var Hadda boðið í bóndadagskaffi á leikskólanum hjá dóttur okkar. Þannig dagurinn byrjaði vel hjá Hadda og ég hef enn tíma til þess að bæta upp fyrir þessi mistök í morgunsárið.  Í kvöld ætla ég að minnsta kosti að elda eitthvað ofsalega gott og hef augastað á nautakjöti með heimalagaðri bernaise sósu… og steiktum kartöflubátum. Hér fyrir neðan er tillaga að fullkomun þriggja rétta kvöldverð sem þið getið borið fram í kvöld eða á morgun.. eða á sunnudaginn. Þessi þrenna mun aldeilis ekki klikka, því get ég lofað ykkur. Silkimjúkt risotto með ferskum aspas og steiktu beikoni. Himnasæla, já himnasæla. Uppskriftin er…

Kökugleðinni fagnað

Kökubókin mín Kökugleði Evu kom út þann 3.nóvember og að sjálfsögðu var bókinni fagnað með góðu fólki. Útgáfuhófið var á veitingastaðnum Bazaar á Oddson og voru bollakökur og ljúffengt freyðivín (Codorniu Cava fyrir áhugasama) í boði. Hér eru nokkrar myndir úr útgáfuhófinu en ljósmyndarinn Haraldur Guðjónsson tók þessar myndir. Ég er enn að koma mér niður á jörðina eftir þetta frábæra partí – takk enn og allir fyrir komuna!  

Súper gott kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti

Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti Ólífuolía 1 rauðlaukur 1/2 rautt chili 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif salt og pipar 2 kjúklingabringur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 mexíkóostur 1 dl vatn Kóríander Tortilla kökur Rifinn mozzarella Sýrður rjómi Salsa Aðferð:  Hitið olíu á pönnu, skerið niður grænmetið.  Steikið laukinn í smá stund, bætið paprikum og chili út á pönnuna. Pressið hvítlauksrif og bætið þeim einnig út á pönnuna. Steikið kjúklingabringurnar á annarri pönnu eða eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur. Kryddið bringurnar með kjúklingakryddi. Rífið bringurnar niður og bætið út á pönnuna. Hellið tómötum og tómatmauki saman við. Kryddið til með salti, pipar og smátt söxuðum kóríander. Skerið mexíkó ostinn í litla bita eða rífið niður, setjið ostinn…

Belgískar vöfflur með súkkulaði og jarðarberjum

Sunnudagar eiga að vera til sælu, svo mikið er víst. Að byrja daginn á bakstri er einfaldlega vísir að góðum degi og í morgun ákvað ég að skella í þessar einföldu og gómsætu vöfflur með súkkulaði og jarðarberjum. Ég eignaðist svo fínt belgískt vöfflujárn um daginn og mér þykir svo gaman að baka þessar þykku og góðu vöfflur, það tekur enga stund að skella í vöfflurnar og ilmurinn um heimilið er himneskur. Uppskriftin er ekki stór en það er lítið mál að tvöfalda eða þrefalda hana, upplagt að skella í þessar fínu vöfflur í kaffitímanum í dag.  Annars vona ég að þið eigið ljúfan sunnudag framundan með fólkinu ykkar, á morgun hefst prófavika hjá mér í háskólanum og eyði ég þess vegna deginum inni að…

Þjóðhátíðarkökur

Á föstudaginn ættum við öll að fagna þjóðhátíðardeginum okkar með pompi og prakt, það er heldur betur tilvalið að fá fjölskyldu og vini heim í stórar hnallþórur og kampavín. Ég ætla að minnsta kosti að baka og fá til mín góða gesti, byrja daginn heima á kökum og rölta svo í bæinn. Fyrir nokkrum árum gerði ég þjóðhátíðarboð fyrir Gestgjafann og mér fannst það ótrúlega gaman, aldrei að vita nema veisluborðið verði svona á föstudaginn!   Súkkulaðibomba með rice krispies og súkkulaðikremi. Algjört sælgæti! Vanilludásemd með rjómaostakremi, einföld og virkilega ljúffeng. Kókosbolludraumur með nóg af ferskum berjum. Sítrónukaka með léttu kremi, ferskum berjum og flórsykri. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

E U R O V I S I O N – R É T T I R

Karamellupoppið sem allir elska og ég fæ ekki nóg af.  Mjúk súkkulaðikaka með ljúffengri karamellufyllingu er allaf góð hugmynd.  Skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjum, það tekur enga stund að búa til kökuna og er hún algjört æði. Besta og vinsælasta uppskriftin á blogginu – ég er að segja ykkur það satt. Tryllingslega góð snickers kaka sem þið verðið að prófa.   Ostasalat með góðu kexi eða brauði er súpergott og einfalt.   Gleðilega eurovision viku kæru lesendur og áfram Gréta og hennar teymi!! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir  Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

K Ö K U B Ó K

Í vikunni skrifaði ég undir samning að kökubók sem kemur út í haust. Þetta er önnur bókin mín en árið 2013 gaf ég út matreiðslubókina Matargleði Evu. Í nýju bókinni ætla ég hins vegar eingöngu að einbeita mér að kökum og lofa ykkur bók stútfullri af góðum uppskriftum. Fylgist endilega með blogginu á Snapchat og Instagram, finnið mig þar undir evalaufeykjaran xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Matargleði Evu hefst í kvöld á Stöð 2 klukkan 19:25

Í kvöld er fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Matargleði á Stöð 2. Þátturinn byrjar klukkan 19:25 og ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman af. Mig langar að gefa einum lesanda áskrift af Stöð 2 í 2 mánuði, fallega bolla frá Royal Copenhagen, Matargleði matreiðslubókina mína og veglega gjafakörfu frá MS. Það eina sem þú lesandi góður þarft að gera er að skrifa nafn og netfang í athugasemdir og ég dreg út heppinn lesanda um helgina 🙂  Risarjómaknús til ykkar allra  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

1 6 7 8 9 10 80