Sykursætur sumardagur

Gærdagurinn var ansi ljúfur og fyrsti alvöru sumardagurinn, get ekki beðið eftir fleiri svona dögum. Ég fór í langan brunch með vinkonum mínum og svo röltum við um miðbæinn, fengum okkur vöfflu og sátum að kjafta í sólinni. Verí næs! Þegar ég kom heim tóku Haddi og Ingibjörg Rósa á móti mér á pallinum og við héldum áfram að hafa gaman í sólinni, er ég búin að nefna sól? haha. Vítamínsprauta og litlan elskar að vera úti í góða veðrinu, það verður allt miklu betra í góða veðri – en þið vitið það svosem alveg. Ég tók nokkrar myndir í gær og langar að deila þeim með ykkur.

Halló sumar!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *