Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu

Ítalskur vanillubúðingur með ástarlaldinsósu

500 ml rjómi

100 g hvítt súkkulaði

2 msk vanillusykur

1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng

2 plötur matarlím

 

Aðferð

Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt.

Ástaraldinsósa

3 ástaraldin

3  tsk flórsykur

Aðferð: Skafið innan úr ástaraldin ávextinum og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og njótið strax.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í Hagkaup.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *