Fékk dásamlega sendingu frá Innes ehf. Frábærar vörur sem ég hlakka til að nota við matar-og bakstursgerð. Þúsund þúsund þakkir.
Þegar ég var yngri var þessi kaka í miklu uppáhaldi og það hefur ekki breyst. Mamma mín var mjög dugleg að baka og oftar en ekki beið þessi okkar þegar við komum heim úr skólanum. Kökuilmurinn sem tók á móti okkur var dásamlegur og það er fátt sem jafnast á við góðan kökuilm. Það kannast örugglega margir við þessa uppskrift enda vinsæl á mörgum heimilum, ég má til með að deila henni og ég vona að þið njótið vel. Mömmudraumur 150 g sykur 150 g púðursykur 130 g smjör 2 Brúnegg, við stofuhita 260 g Kornax hveiti 1 tsk matarsódi 1,5 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 50 g kakó 2 dl mjólk Aðferð: Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið…
Það sem mér finnst best við bíltúrinn upp á Akranes eftir skóla er að ég get lúrað í góðar 40 mín.. Kem endurnærð heim beint í bakkelsið auðvitað, sérlega á dögum sem þessum þegar veðrið heimtar að maður haldi sér innandyra þá er nú ekkert annað í stöðunni en að gera smá vel við sig, gott að hafa eitthvað að narta í með lestrinum. Stutt eftir af skólanum og nú fer stressið að segja ærlega til sín, verkefni..verkefni. Þannig nú er eins gott að bretta upp ermar og liggja yfir blessuðum bókunum. Kaffitíminn kallar! xxx
Vanilluskyrkaka með berjum. Ótrúlega ljúffeng – þá sjaldan sem ég geri vel við mig á þriðjudögum. Vanilluskyrkaka með berjum. Botn: 1 ½ Pakki Lu Bostogne Kex. 200 gr. Smjör Fóðrið formið að innan með filmuplasti, látið plastið ná upp á barmana. Myljið kexið í matvinnusluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni á botn og upp með börmum á bökuformi. Kælið á meðan að þið útbúið fyllinguna. Fylling. 750 gr. KEA vanilluskyr. (Ein stór og ein lítil skyrdós.) Peli af rjóma, léttþeyttur. 2 msk. Flórsykur. Fræin úr einni vanillustöng. 1 ½ tsk . Vanilla Extract. (eða venjulega vanilludropa) Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og…
Ég er mesti nautnaseggur sem ég veit um. Ég leyfi mér ansi oft að lúra lengur á mánudögum, reyni að lengja helgina pínulítið. Í morgun fór ég á fætur um tíuleytið, lagaði mér hafragraut og gott kaffi. Kveikti á nokkrum kertum, setti Garðar minn Cortes á fóninn og kom mér vel fyrir í sólstofunni með matreiðslubækur. Ég elska að fletta í gegnum matreiðslubækur og blöð. Á morgun þarf ég að baka fína köku og ég er að vandræðast með valið. Í kvöld ætla ég að hitta bíóklúbbinn minn.. Ég hlakka til. Þau eru svo afskaplega vel heppnuð eintök. Mánudagur til mæðu… um að gera að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á mánudögum, þá eru þeir ekki eins súrir. xxx
Matreiðslusýning, leikhús, tvö stórafmæli og kósíheit einkenndu helgina. Dásamleg helgi með frábæru fólki. Í kvöld var alvöru sunnudagskvöld. Læri hjá mömmu og ég bakaði mömmudraum í eftirrétt, sjónvarpsgláp með famelí og þegar heim var komið þá kom yndisleg vinkona í kaffispjall. Vonandi áttuð þið góða helgi xxx Föstudagsrósirnar mínar.
Ég var svo heppin að vera boðin á Stóreldhúsið 2011 þar sem öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði voru að sýna og kynna matvörur, tæki, búnað o.fl. Mikil ósköp sem þetta var flott sýning og jeremías eini hvað ég naut mín í botn að smakka ljúffengar kræsingar. Ég tók ansi margar myndir og ætla að deila nokkrum með ykkur. Takk kærlega fyrir boðið! Þetta var frábær sýning.
Fjölskyldumaturinn. Það er enginn súpa eins og kjötsúpan, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ólst upp við það að þegar að kjötsúpa var á borðstólnum þá var von á öðrum fjölskyldumeðlimum í mat. Allir borða á sig gat, sötra á súpunni, naga beinin, fá sér rúgbrauð með smjöri og drekka ískalda mjólk. Súpan sem sameinar fjölskylduna. Ég hef gert kjötsúpu nokkrum sinnum en í kvöld þá bauð ég í fyrsta sinn ömmu og mömmu í súpu til mín. Ég verð að taka það sérstaklega fram að ég hafi boðið þeim vegna þess að þessar konur hafa verið að malla kjötsúpu frá því að þær voru ungar og hafa gert sína súpu nákvæmlega eins alla tíð. Mamma lærði af ömmu og ég lærði af…
Í hádeginu þá langaði mig í eitthvað fljótlegt og gott. Eitthvað sem gott væri fyrir líkamann. Ég prófaði því að gera mér eggjaköku með twisti. 2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta) Dass af léttmjólk Salt&pipar Þetta pískað saman. Grænmeti. Agúrka Paprika Kirsuberjatómatar Rauðlaukur. Steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu kryddað með salti&pipar. Síðan er eggjablöndunni hellt út á og látið malla í nokkrar mínútur þar til óhætt verður að snúa kökunni. Á milli setti ég handfylli af klettasalati og ég átti ekki venjulega ost og setti því 1/2 msk. af léttum rjómaost. Lét vera á pönnunni í um það bil þrjár mínútur. Borið fram klettasalati og kirsuberjatómötum. Bragðmikið og gott.
Maren systir mín verður þrítug á föstudaginn og var ég búin að segjast ætla að baka eitthvað fyrir veisluna þannig ég „neyddist“ til þess að prufa eina uppskrift í dag og mikil ósköp sem er gaman að dunda sér í bakstri. Að vísu gat ég ekki mikið dundað mér því skólabækurnar störðu grimmt á mig á meðan að ég naut mín við skreytingar. En hér er pínu prufukeyrsla á vanillubollakökum með hvítusúkkulaðikremi. Uppskrift kemur sem allra fyrst.