Mömmudraumur

Þegar ég var yngri var þessi kaka í miklu uppáhaldi og það hefur ekki breyst. Mamma mín var mjög dugleg að baka og oftar en ekki beið þessi okkar þegar við komum heim úr skólanum. Kökuilmurinn sem tók á móti okkur var dásamlegur og það er fátt sem jafnast á við góðan kökuilm. Það kannast örugglega margir við þessa uppskrift enda vinsæl á mörgum heimilum, ég má til með að deila henni og ég vona að þið njótið vel. 

Mömmudraumur

150 g sykur
150 g púðursykur
130 g smjör
2 Brúnegg, við stofuhita
260 g Kornax hveiti
1 tsk matarsódi
1,5 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
50 g kakó
2 dl mjólk
Aðferð:
 1. Þeytið
  sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. 
 2. Bætið
  eggjum   saman við, einu í einu.
 3.  Blandið
  þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni.
 4.  Skiptið
  deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.

Súkkulaðikrem
500 g flórsyku
60 g kakó
1 Brúnegg
80 g smjör
1 tsk vanilla (extract eða dropar)
4 msk sterkt uppáhellt kaffi
Aðferð:
 1.   Bræðið
  smjör við vægan hita
 2.   Blandið
  öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og
  fallegt. 

Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á
milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða
ferskum berjum.

Kakan er alltaf jafn lövlí. Einföld og bragðgóð. 

Endilega deildu með vinum :)