Ungfrú Rósa.

Vanilluskyrkaka með berjum. Ótrúlega ljúffeng – þá sjaldan sem ég geri vel við mig á þriðjudögum. 

Vanilluskyrkaka með berjum.
Botn:
 •   1 ½ Pakki Lu Bostogne Kex.
 •   200 gr. Smjör
Fóðrið formið að innan með filmuplasti, látið plastið ná upp á barmana.  Myljið kexið í matvinnusluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni á botn og upp með börmum á bökuformi. Kælið á meðan að þið útbúið fyllinguna.
Fylling.
 •          750 gr. KEA vanilluskyr. (Ein stór og ein lítil skyrdós.)
 •          Peli af rjóma, léttþeyttur.
 •          2 msk. Flórsykur.
 •          Fræin úr einni vanillustöng.
 •          1 ½ tsk . Vanilla Extract. (eða venjulega vanilludropa)

Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni, blandið skyrinu, flórsykrinum og fræjunum vel saman. Bætið léttþeyttum rjómanum út í og bragðbætið með vanilla extract. Setjið skyrblönduna ofan á kexbotninn. Kælið í a.m.k. 3 tíma eða yfir nótt.
Berjablanda.
 •          1 Vanillustöng.
 •          1 ½ msk. Flórsykur.
 •          Einn poki frosin ber.  
 •          ½ Askja af ferskum bláberjum.
 •          ½ Askja af ferskum jarðaberjum.

Sjóðið berin og flórsykur saman við vægan hita, skerið eina vanillustöng í tvennt og bætið henni saman við. Látið  malla í nokkrar mínútur á hellunni. Fjarlægið vanillustöngina og kælið berjablönduna í kæli í 30 mínútur áður en þið setjið á kökuna. 
Kakan er síðan skreytt með ferskum ávöxtum og hvítu súkkulaði. Bræðið 100 gr. Af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökuna.
 Fallegt er að dreifa hvítu súkkulaði á bökunarpappír og það látið inn í kæli í smá stund, úr því verður til ansi fallegt súkkulaðiskraut. 

Njótið 

Endilega deildu með vinum :)