Hádegisdeit með sjálfri mér.

Í hádeginu þá langaði mig í eitthvað fljótlegt og gott. Eitthvað sem gott væri fyrir líkamann.
Ég prófaði því að gera mér eggjaköku með twisti.
2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta)
Dass af léttmjólk
Salt&pipar
Þetta pískað saman.
Grænmeti.
Agúrka
Paprika
Kirsuberjatómatar
Rauðlaukur.
Steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu kryddað með salti&pipar. Síðan er eggjablöndunni hellt út á og látið malla í nokkrar mínútur þar til óhætt verður að snúa kökunni. Á milli setti ég handfylli af klettasalati og ég átti ekki venjulega ost og setti því 1/2 msk. af léttum rjómaost.
Lét vera á pönnunni í um það bil þrjár mínútur.
Borið fram klettasalati og kirsuberjatómötum.
Bragðmikið og gott.

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *