Archives

Lakkrístoppar uppskrift

Ég er loksins komin í jólafrí. Bakstur var auðvitað efst á listanum þegar ég var búin í prófum.  Ég bakaði lakkrístoppa í fyrsta skipti í kvöld, það kom mér á óvart hvað það er einfalt og fljótlegt að baka þessa toppa. Ég bauð besttu vinkonu minni í kaffi en hún á jafnframt afmæli í dag.  Hér kemur uppskriftin. Njótð vel! 3 stk eggjahvítur  200 g púðursykur 150 g súkkulaði 150 g lakkrís kurl 50 g kornflex, mulið Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur Saxið súkkulaðið smátt. Blandið lakkrískurli, súkkulaði og kornflexi varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.  Bakið í miðjum ofni við 150°C í 15 – 20 mínútur.  Hér er hún Dísa mín, alsæl með kökurnar. xxx Eva Laufey Kjaran

Forskot á sæluna, smá jólahuggulegheit.

Falleg mæðgin. Maren systir mín og Kristían.  Kjaran eldri og Kjaran yngri.  Jólabörn.   Kristían Mar Kjaran smakkar piparkökumúffu sem honum þótti ekkert sérlega spes, vildi helst eitthvað með bláu kremi.   Skreyttar piparkökur.  Jólasveininn á heimilinu.  Svo var haldið á jólahlaðborð/afmæli seinna um kvöldið með systrum. Ég er ansi rík. xxx Eva Laufey Kjaran

Pönnukökur með bláberjum.

Klukkan fjögur ákvað ég nú að gera vel við mig í kaffitímanum, átti ég að hlaupa út í bakarí eða drífa mig í að henda í nokkrar pönnukökur? Ég var ekki lengi að ákveða mig, þessar pönnukökur er þrælgóðar og fljótlegar. Ég er alltaf að reyna að krydda svolítið upp á þær því þær eru vissulega hollari en „venjulegar“ pönnukökur og þá er bragðið ekki það sama. En mér finnst þær góðar og í dag þá prufaði ég að útbúa smá bláberjamauk í stað þess að nota síróp, eða við skulum bara kalla það bláberjasíróp. Það hljómar ágætlega. En hér kemur uppskriftin af einföldum pönnukökum og bláberjasírópinu einfalda, ég notaði sérlega mikið á mínar pönnsur vegna þess að ég er svo hrikalega skotin í bláberjum….

Jólabakstur og lestrarstuð.

Ferskleiki í prófum …Nú eru þau bara þrjú eftir blessuð prófin, tvö búin. Það er bara ekkert svo agalega mikið eftir. Dagarnir fljúga áfram, ég var að koma heim úr skólanum núna þannig nú er það smá meiri lestur og svo bólið.  Ég hlakka svo ósköp ósköp mikið til að hefja almennilegan jólabakstur, baksturinn hefst þann 14.des kl. 16.30, að vísu um sexleytið vegna þess að ég þarf nú að komast frá Reykjavík upp á Skaga til að byrja með. En ég er búin að skrifa pínu lista yfir það sem mig langar að baka, ó ó ó hvað það verður ljúft.  Ætla að vísu að baka smá á föstudaginn kemur, nauðsyn að æfa sig áður en alvöru baksturinn hefst.  Ó sei sei, ég er…

Þrír Frakkar

Í kvöld þá fórum við  Haddi ásamt vinafólki okkar út að borða á veitingastaðinn Þrír Frakkar. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef komið þangað og ég var ótrúlega ánægð með kvöldið. Fallegur og heimilislegur veitingastaður, góð þjónusta, fjölbreyttur matseðill þar sem rík áhersla er lögð á sjávarfang.  Ég tók fáeinar myndir af öllum þeim ljúffengu réttum sem við fengum að prófa.   Í forrétt fengum við að smakka á öllum smáréttum sem í boði eru á matseðlinum.  Hval, lunda, hreindýrapaté, makríl og túnfisk. Ég verð að viðurkenna að þetta er líkast til ekki eitthvað sem ég myndi vanalega panta mér, alltaf föst í því sama en ég varð fyrir óvæntri ánægju með matinn. Ég var sérlega hrifin af lundanum, ég var að smakka hann…

Piparköku bollakökur

 Desember genginn í garð með sínum dýrðarljóma. Allt verður svo kósí og huggulegt, ég er í prófum en reyni svo sannarlega að njóta þess. Áherslan er lögð á prófin, en það má þó ekki gleyma því að njóta þess að vera til á sama tíma. Þá líður manni betur og þá lærir maður betur, að mínu mati.  Ég fór í fyrsta prófið mitt í morgun, þá eru fjögur eftir. Eftir prófið í dag þá ákvað ég að baka eitthvað gott, dreifa huganum örlítið.  Ég sá skemmtilega uppskrift af piparkökubollakökum um daginn sem mér leist vel á, ég breytti þeirri uppskrift svolítið sem kom bara vel út og kökurnar voru dásamlegar með góðu kremi. Jólalegar og yndislegar 🙂  Hér kemur uppskriftin  3 Egg  100 g sykur…

Smábitakökur í hollari kantinum

Smábitakökur í hollari kantinum. Ég er ótrúlega hrifin af þessum elskum, þær eru einfaldar og fljótlegar. Bestar nýbakaðar með ískaldri mjólk. Uppskriftin kemur hér 2 Vel þroskaðir bananar 1 Bolli af döðlum. (Gott að bleyta þær í smá stund í heitu vatni rétt áður svo þær verði mjúkar) 1 Tsk. Vanilludropar 2 Msk. Kókosolía 2 Bollar haframjöl 1/2 Bolli Gróft kókosmjöl 1 Msk. Hörfræ Dass af kanil – smekksatriði. Þessu er blandað vel saman og látið standa í um tíu mínútur áður en við búum til litlar kúlur, setjum á bökunarpappír og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Njótið vel. xxx Eva

27.11.11

Fyrsti í aðventu, yndislegt. Ég er að springa úr jólatilhlökkun, ég fékk mér „Jól í bolla“ rétt áðan með lestrinum. Heitt jólakakó. Sá þessa fínu kakóuppskrift um daginn hér og ég varð að prufa. Einfalt og dásamlegt með alvöru rjóma. Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá mjólkinni og bætti við nokkrum bitum af siríus suðusúkkulaði og einni tsk. af sykri. Algjör jóladásemd!

Laugardagur i allri sinni dýrð. Lestur á hug minn í dag en  mikil ósköp sem mig dreymir um allt það notalega sem hægt er að gera á svona fallegum dögum.. en það verður að bíða til betri tíma. Það er líka hægt að gera lærdóminn kósí. Lágstillt jólalög, ilmkerti, mandarínur og súkkulaðirúsínur. Kakó seinnipartinn og göngutúr til þess að hressa upp á heilann… Þetta er nú ekki sem verst. Njótið dagsins því þetta er svo sannarlega fallegur dagur.

1 56 57 58 59 60 80