Laugardagur i allri sinni dýrð. Lestur á hug minn í dag en  mikil ósköp sem mig dreymir um allt það notalega sem hægt er að gera á svona fallegum dögum.. en það verður að bíða til betri tíma.
Það er líka hægt að gera lærdóminn kósí. Lágstillt jólalög, ilmkerti, mandarínur og súkkulaðirúsínur. Kakó seinnipartinn og göngutúr til þess að hressa upp á heilann… Þetta er nú ekki sem verst.
Njótið dagsins því þetta er svo sannarlega fallegur dagur.

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *