Archives

Heimalagað múslí

Heimalagað múslí og hindiberjamauk með AB-Mjólk. 7 dl. Haframjöl 50 gr. Sólskinsfræ 50 gr. Graskersfræ 50 gr. Heslihnetur 50 gr. Möndlur 100 gr. Þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, trönuber, epli.  Ég notaði Gojiber og smá rúsínur í þetta sinn) 1 dl. Hunang (ég notaði lífrænt) 1 dl. Olía (t.d. kókos) 3 msk. Agave síróp (eða 50 gr. Púðursykur) 1 ½ tsk. Kanill ½ tsk. Salt 2 tsk. Vanilla Extract (eða vanilludropar) Þetta er  múslí fyrir virka daga en á helgum þá ætla ég að laga mér múslí með púðursykrinum og bæta ca. 60 grömmum af dökku súkkulaði með. Held að það sé ansi gott. Aðferðin er ósköp einföld,  setjum þurrefnin saman í skál og blöndum vel saman. Hrærum svo olíunni, sírópinu, hunanginu, vanillu extract saman og…

04.01.12

Jólafríið senn á enda, mikil ósköp sem það  hefur verið ljúft. Sólarhringurinn hefur þó sjaldan litið eins illa út, ég vaki fram eftir öllu og vakna seint og síðar meir.  Dagarnir gjörsamlega fljúga áfram.Ég er mikill nátthrafn og finnst best að dúlla mér á nóttunni, vandið er bara sá að snúa sólarhringnum við. Þó svo að þetta hafi verið afar huggulegt þá er býsna erfitt að berjast við vekjaraklukkuna á morgnana. En þetta kemur allt saman.  Rútínan er því kærkomin á mitt heimili. Ég er hálf vængbrotin þessa dagana, nærri því öll fjölskyldan farin aftur út til Noregs. Það er sérlega erfitt að kveðja í hvert skipti sem þau fara. Að vísu fer systir mín ekki fyrr en í næstu viku svo ég ætla að…

Ofnbakaður stóri Dímon með hvítlauk og rósmarín.

 Þessa dásemd prufaði ég í gær.  Ég var með Stóra-Dímon en það er hægt að nota hvaða ost sem er.   Byrjum á því að skera smá göt í ostinn, skerum svo hvítlaukin og rósmarínið smátt og setjum í götin. Ég setti talsvert mikið vegna þess að ég vildi mikið bragð.   Svona lítur osturinn út áður en hann fer í ofninn. Ég penslaði smá olífu olíu á ostinn og smá salt & pipar. Inn í ofn við 180°C í ca. 10 mínútur. Dásamlegur ostur með góðu kexi eða brauði.  Njótið  xxx Eva Laufey Kjaran

Tíramisú.

Tíramisú, guðdómlegur ítalskur eftirréttur. Þessi eftirréttur er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að prufa hann á gamlársdag. Hér kemur uppskriftin. 4 Egg 100 gr. Sykur 400 gr. Philadelphia rjómaostur (Ég ætlaði að nota mascarpone rjómaost en hann var ekki til hérna á Skaganum, en það er í góðu lagi að nota venjulegan rjómaost) 250 gr. Kökufingur (Lady Fingers) 3 – 4 bollar mjög sterkt kaffi. 3 – 4 msk. Amarula líkjör 1 tsk. Vanilla Extract  Kakó til þess að dreifa yfir 4 dl. Þeyttur rjómi Aðferð Byrjum á því að stífþeyta eggin og sykurinn saman þar til myndast þykk froða. Blöndum síðan ostinum saman við eggjablönduna og þeytum í smá stund. Svo er rjómanum, vanillu extractinu og amarula líkjörinu bætt saman…

Gamlársdagur

Ég átti ansi gott kvöld með mínum nánustu í gær. Borðaði ljúffengan mat hjá mömmu og fór svo yfir til Hadda seinna um kvöldið og horfði á skaupið sem að mínu mat var nokkuð gott. Svo hitti ég vinkonur mínar og við fórum út á tjúttið.  Mæðgur að skála Feðgar að skála Nautalund með öllu tilheyrandi. Komið fjör í leikinn xxx Eva Laufey Kjaran

Árið 2011 á enda.

 Gamlársdagur. Í hádeginu þá hittumst við fjölskyldan heima hjá mömmu. Borðuðum ýmsar kræsingar sem hún móðir mín bauð uppá. Horfðum svo á kryddsíldina og höfðum það huggulegt. Bræður mínir fóru að metast um flugelda á meðan að ég lagaði eftirrétt sem ég hlakka mikið til að bragða á í kvöld, Tiramisu. Ítalskur eftirréttur sem mér finnst yndislega góður. Ég læt uppskrift fylgja sem fyrst á nýju ári. Ég ætla að eyða kvöldinu með góðu fólki, horfa á svipmyndir frá árinu sem er að líða, skaupið og kveðja árið rækilega um miðnætti og bjóða 2012 velkomið. Gleðilegt nýtt ár og megi nýja árið færa ykkur ómælda lukku og hamingju. Takk fyrir það liðna og þúsund þakkir fyrir að gefa ykkur tíma til þess að koma hingað…

Árið 2011

 Árið 2011 var viðburðarríkt, lærdómsríkt og sérlega skemmtilegt ár. Ég tók saman nokkrar myndir frá árinu sem er að líða.   Árshátíð með Hadda mínum Að pæjast í mars  Um páskana var ég í bústað með þessum yndislegum gaurum og fór síðan til Akureyrar sömu helgi, það var ansi ljúft.   Heimsins bestu foreldrar.  Vinahópurinn minn yndislegi Starfsmenn í þjálfun.  Ég varð flugfreyja  Skemmtilegasti árgangur sem sögur fara af  Notalegheit á Hvolsvelli  Ójá, það var sko drukkið kaffi á árinu.  Yndisleg sumarbústaðarferð  Fyrsta Ameríkuferðin. New York með Hadda  Empire State  Í Washington með mömmu  Best er þó að sóla sig á Skipaskaganum  …drakk rauðvín  Seattle. Dásamlegi markaðurinn!  Fór til Eyja, það var mikið fjör.  Chinatown Washington D.C.  Besta frí í heimi. París með Hadda  Þetta var svo…

Súkkulaðimús á þrjá vegu

 Ég elska jólafrí. Elska að geta dúllað mér á daginn við bakstur og huggulegheit. Nokkrir dagar eftir svo það borgar sig að nýta tímann vel. Ég prufaði að gera súkkulaðimús í dag, æfing fyrir gamlárskvöld. Tókst ansi vel til.  Súkkulaðimús (Fyrir ca. 8 manns.) 250 gr. Dökkt súkkulaði  75 gr. Smjör 2 – 3 msk. Kalt sterkt uppáhellt kaffi 9 Eggjahvítur  150 gr. Sykur  Byrjum á því að bræða súkkulaði og smjör saman við vægan hita.  Þegar að súkkulaðið er bráðnað þá tökum við pottinn af hellunni og bætum kaffinu saman við og hrærum vel í. Látum súkkulaðið kólna á meðan að við þeytum eggjahvíturnar.  Eggjahvíturnar. Ég keypti mér eggjahvítur í brúsa , um það bil 30 eggjahvítur í hverjum brúsa. Mjög þæginlegt. Svo er…

Vanillubomba með ferskum jarðaberjum.

Ég elska vanillukökur og geri reglulega vanillumúffur. Ég ákvað því  að prufa að útbúa vanilluköku með vanillukremi. Kakan var reglulega góð með ferskum jarðarberjum. Vanillubomba, hér kemur uppskrifin. 5 Eggjahvítur 180 ml. Mjólk 3 tsk. Vanillu extract (Eða vanilludropar) 285 gr. Hveiti 350 gr. Sykur 3 msk. Maizena mjöl 20 gr. Lyftiduft 170 gr. Smjör 1/2 tsk. Salt Byrjum á því að stilla ofninn á 180°C. Tökum síðan til hráefnið og hefjum huggulegheitin. Sigtum hveitið, saltið, lyftiduftið og maizena mjölið. Fimm sinnum í gegnum sigtið. Þarna var ég búin að sigta fimm sinnum og hveitiblandan aldeilis létt og fín. Pískum léttilega eggjahvíturnar, mjólkina og vanillu extractinn saman. Blöndum hveitiblöndunni og sykrinum saman í tvær mínútur í hrærivélinni.  Bætum einum og einum smjörbita saman við. Munið…

1 54 55 56 57 58 80