Heimalagað múslí og hindiberjamauk með AB-Mjólk. 7 dl. Haframjöl 50 gr. Sólskinsfræ 50 gr. Graskersfræ 50 gr. Heslihnetur 50 gr. Möndlur 100 gr. Þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, trönuber, epli. Ég notaði Gojiber og smá rúsínur í þetta sinn) 1 dl. Hunang (ég notaði lífrænt) 1 dl. Olía (t.d. kókos) 3 msk. Agave síróp (eða 50 gr. Púðursykur) 1 ½ tsk. Kanill ½ tsk. Salt 2 tsk. Vanilla Extract (eða vanilludropar) Þetta er múslí fyrir virka daga en á helgum þá ætla ég að laga mér múslí með púðursykrinum og bæta ca. 60 grömmum af dökku súkkulaði með. Held að það sé ansi gott. Aðferðin er ósköp einföld, setjum þurrefnin saman í skál og blöndum vel saman. Hrærum svo olíunni, sírópinu, hunanginu, vanillu extract saman og…