Vanillubomba með ferskum jarðaberjum.

Ég elska vanillukökur og geri reglulega vanillumúffur. Ég ákvað því  að prufa að útbúa vanilluköku með vanillukremi. Kakan var reglulega góð með ferskum jarðarberjum.
Vanillubomba, hér kemur uppskrifin.
5 Eggjahvítur
180 ml. Mjólk
3 tsk. Vanillu extract (Eða vanilludropar)
285 gr. Hveiti
350 gr. Sykur
3 msk. Maizena mjöl
20 gr. Lyftiduft
170 gr. Smjör
1/2 tsk. Salt

Byrjum á því að stilla ofninn á 180°C. Tökum síðan til hráefnið og hefjum huggulegheitin.

Sigtum hveitið, saltið, lyftiduftið og maizena mjölið. Fimm sinnum í gegnum sigtið.
Þarna var ég búin að sigta fimm sinnum og hveitiblandan aldeilis létt og fín.
Pískum léttilega eggjahvíturnar, mjólkina og vanillu extractinn saman.

Blöndum hveitiblöndunni og sykrinum saman í tvær mínútur í hrærivélinni. 

Bætum einum og einum smjörbita saman við. Munið að hræra þessu saman á lágum hraða svo hveitið fari ekki út um allt. 
Svona lítur deigið út þegar að það er tilbúið að fá til sín eggjablönduna.
 Bætum henni saman við í þremur pörtum. 
Blöndum þessu vel saman í nokkrar mínútur. 
Mmm, þetta deig er svo dásamlega gott!
Inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. 
Á meðan að kakan er í ofninum þá einbeitum við okkur að kreminu góða. 
Vanilla Frosting.

7 Eggjahvítur
5 dl. Sykur
Fræin úr einni vanillustöng
Setjum eggjahvíturnar, sykurinn og fræin í skál. Setjum vatn í pott og bíðum þar til suðan kemur upp þá skellum við skálinni ofan í og byrjum að hræra. 
Þetta tekur nokkrar mínútur og maður þarf að vera duglegur að hræra vel í allan tímann. 
Um leið og kremið verður orðið fluffy þá tökum við skálina af hellunni og setjum kremið í hrærivélina.
Hrærum og hrærum þar til skálin verður orðin köld, því kremið er verulega heitt. Tekur um það bil 6 -7 mínútur að verða klárt. 
Jarðaberin sætu 
Nú eru kökurnar tilbúnar og ilmurinn um heimilið yndislegur
Kremið tilbúið svo nú er bara að bíða eftir að kökubotnarnir kólni vel. 
Svo er það bara að setja kremið á kökuna.

Ljúf og góð vanillubomba. 
Ég skreytti svo kökuna með ferskum jarðaberjum og reif niður smá súkkulaði.

(Ég mæli  með því að stappa 50 gr. af ferskum jarðaberjum eða hindiberjum saman við kremið sem þið ætlið að hafa á milli botnana. ) Ég held að það gæti verið algjört æði.

Um að gera að prufa allt mögulegt því möguleikarnir eru endalausir. 
Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

7 comments

 • Mmmm girnó – prófa þessa um áramótin 🙂 en nú verður þú líka að koma með uppskrift fyrir allar eggjarauðurnar sem eru afgangs 😉

  kv. Gunnhildur sem dýrkar síðuna 😉

 • Ég var að nota eggjahvíturnar sem voru afgangs úr jólaísnum 🙂 Svo er ansi sniðugt að kaupa bara eggjahvítur í brúsa út í búð.

  Kveðja, Eva Laufey.

 • Ég smellti í þessa dýrðlegu köku í dag, gerði tíramísú búðinginn úr 6 rauðum og nota svo rest í eggjapúns…
  Guðdómleg kaka!
  Helga

 • Helduru að það sé hægt að sleppa maizena mjölinu ? Ég á allt í þessa botna og er að hugsa um að skella í regnbogaköku og nota þessa botna og á allt í þetta nema þetta mjöl ? Helduru að það virki ? Eða mæliru með að nota e-d annað í staðinn ?

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *