Heimalagað múslí

Heimalagað múslí og hindiberjamauk með AB-Mjólk.

7 dl. Haframjöl
50 gr. Sólskinsfræ
50 gr. Graskersfræ
50 gr. Heslihnetur
50 gr. Möndlur
100 gr. Þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, trönuber, epli.  Ég notaði Gojiber og smá rúsínur í þetta sinn)
1 dl. Hunang (ég notaði lífrænt)
1 dl. Olía (t.d. kókos)
3 msk. Agave síróp (eða 50 gr. Púðursykur)
1 ½ tsk. Kanill
½ tsk. Salt
2 tsk. Vanilla Extract (eða vanilludropar)

Þetta er  múslí fyrir virka daga en á helgum þá ætla ég að laga mér múslí með púðursykrinum og bæta ca. 60 grömmum af dökku súkkulaði með. Held að það sé ansi gott.

Aðferðin er ósköp einföld,  setjum þurrefnin saman í skál og blöndum vel saman. Hrærum svo olíunni, sírópinu, hunanginu, vanillu extract saman og bætum því saman við þurrefnin. Best er að nota bara hendurnar til þess að blanda.

Svo er þessu skellt á ofnskúffu og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur.

Þetta er ansi auðvelt og hrikalega gott. Þið getið notað hvaða fræ, hnetur eða ávexti sem þið viljið. Listinn hér að ofan er alls ekki heilagur og því er um að gera að prufa sig áfram. Mig langar t.d. agalega að prufa að setja  grófar kókosflögur með næst. Þetta var mitt fyrsta múslí og sannarlega ekki í síðasta sinn sem ég laga slíkt.

Ég útbjó hindiberjamauk með.
Lét frosin hindiber  (ca. 50 grömm því ég var bara að gera lítið ) í pott og setti 2 msk. Agave síróp (Hægt að nota venjulega sykur líka) saman við. Blandaði þessu vel saman og bætti 2 msk. Af sítrónusafa við. Lét þetta malla í pottinum í örfáar mínútur og bætti ½ tsk af kanil saman við.
Ég stappaði hindberin mjög vel og lét þetta svo í gegnum sigti.
Inn í ísskáp í ca. 30 mínútur og þá er þetta orðið aldeilis fínt.

Hindiberjamauk, létt AB mjólk og heimalagað múslí. Hollur og bragðgóður morgunmatur. Mér finnst nauðsyn að bera mat fram á fallegan máta og það verður skemmtilegra fyrir vikið að borða hann. 
Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

6 comments

  • Hvar færðu svona hindberjamauk.. Eitthvað sem þú gerir sjálf bara í blandara eða hvað ??
    Annars þakka ég bara aftur fyrir flotta síðu.. Kem inn á hverjum degi.. hehe.. 🙂

  • ahh sá svo hvernig þú gerir hindberjamaukið.. Var ekki búin að lesa svona langt.. hehe. Takk aftur.. 🙂

  • Æ hvað ég væri til í að hafa þig sem eitt af eldhúsáhöldunum mínum 😉
    kv Heiða – fyrrum fótboltameðspilari á EGS

  • Er að borða svona í morgunmat núna! Ótrúlega gott! Eins gott að ég fann mér eitthvað annað til að borða í morgunmat því ég er komin með leið á hafragraut og seríós.

    Heimagert múslí héðan í frá!

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *