Archives

Vinningshafinn í gjafaleiknum.

  Það tóku alls 381 þátt i gjafaleiknum.  Sigurvegarinn að þessu sinni er Ragnhildur Ragnarsdóttir Netfang:raggaragg@hotmail.com Hennar athugasemd var nr.47 Til hamingju þú hefur unnið gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á Hótel Rangá.   Þúsund þakkir fyrir góða þáttöku.  Ég kem svo sannarlega til með að hafa fleiri leiki svo það er um að gera að fylgjast vel með blogginu. Hafið það sem allra best.    xxx Eva Laufey Kjaran

Mini-ostakaka

Ég er ansi hrifin af ostakökum og skyrkökum.  Famelían ætlar að koma til mín í kvöld og langaði mig til þess að bjóða þeim upp á eitthvað gott, eitthvað sem tekur ekki mikinn tíma til þess að laga og er tiltölulega einfalt.  Ég ákvað að laga þessar mini-ostakökur því mér finnst þær bæði svakalega góðar og fallegar að bera fram.  Mjög einföld og fljótleg uppskrift.  Þessi uppskrift er fyrir 4 – 5 manns.  Uppskrift 140 gr. Digestive kexkökur 50 gr. Lu Bastogne kexkökur 120 gr. Smjör, brætt.  1 msk. Púðursykur 25 gr. Flórsykur 200 gr. Philadelphia rjómaostur/ Eða vanilluskyr 120 gr. Rjómi 120 gr. Dökkt súkkulaði, brætt.  Fræ úr 1/2 vanillustöng 1 tsk. Vanilla Extract Fersk ber að eigin vali, ég notaði hindber í þetta…

Það er ekki skylda að við séum sammála í einu og öllu en við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru.

Ég hef verið að velta fyrir mér Facebook undanfarið í ljósi þess að svo margir tala um það hvar  við eiginlega værum ef ekki væri fyrir Facebook. Auðvitað er þetta frábær miðill að mörgu leyti, auðveldar samskiptin og öflugur auglýsingamiðill. Virðing í garð annarra er þó lítil á Facebook, að því leytinu að hver og einn þykir öðrum betri. Fólk keppist um að deila fréttum, það er ekkert að því að deila fréttum en fólk lætur oft sínar sterku skoðanir fylgja með,  sömuleiðis hvað varðar stöðuuppfærslur. Það er ekki skylda að við séum öll sammála í einu og öllu en við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, mér finnst þessi setning eiga vel við þar sem alltof margir deila…

Gjafaleikur

Mér finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig upp og fara fínt út að borða ásamt manni mínum, fjölskyldu eða vinum. Að borða á góðum stað og vera í góðum félagsskap er algjör draumur í dós. Mér þykir mjög vænt um heimsóknirnar sem ég fæ á bloggið og mig grunar að við eigum það öll sameiginlegt að þykja gott að borða góðan mat. Ég ákvað því að vera með smá leik þar sem þið lesendur góðir hafið kost á því að næla ykkur í gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á Hótel Rangá. Hótel Rangá var nýverið nefnt eitt af 100 bestu hótelum í Evrópu af Sunday Times í Bretlandi. Huggulegt hótel sem er þekkt fyrir hlýlega gistiaðstöðu, frábæra þjónustu og sælkera mat. Algjörlega…

Bláberja cupcakes

 Ef það er eitthvað sem ég gæti borðað alla daga þá eru það þessar ljúffengu bláberja cupcakes. Þær eru ferlega fljótlegar og eiga alltaf vel við. Hér kemur uppskriftin fyrir ca. 12 cupcakes. 280 gr. Hveiti  1 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 115 gr. Púðursykur 2 egg 150 gr. Bláber (Frosin eða fersk) 250 ml. Mjólk 85 gr. Brætt smjör 1 tsk. Vanilla Extract Rifinn börkur af einni sítrónu Aðferð Byrjum á því að stilla ofninn á 200°C. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt í stóra skál. Bláberjum og sykrinum er síðan bætt saman við varlega með sleif. Finnum okkur aðra skál, pískum eggin og bætum mjólkinni, smjörinu, vanillu extract saman við.    Blöndum því næst eggjablöndunni saman við þurrefnin og blöndum því vel saman. …

Marsmánuður

Kaffið dásamlega gerir daginn alltaf betri. Ég varð hálf fúl út í veðrið í gær, ég var búin að bjóða vorið velkomið og þá fór að snjóa. Þetta veðurfar, þetta veðurfar. En nú er Mars kominn og mikið sem ég er ánægð með það. Nú er ekki svo langt í sumarið ljúfa sem ég held að við séum farin að þrá.  Og þó, ég held ég eigi nú eftir að sakna þess að bölva veðrinu í morgunsárið. Ég vona að þið eigið ljúfan dag og ég vona líka að þetta sé síðasti snjódagurinn okkar. Á næstu dögum ætla ég að vera með smá leik hér á blogginu svo endilega fylgist með. xxx Eva Laufey Kjaran sem þráir sól

Hrökkbrauð

Hrökkbrauð er í miklu eftirlæti hjá mér. Það er eitthvað við þetta stökka og þunna brauð sem ég fæ ekki nóg af. Það erh  4 dl. Haframjöl 4 dl. Rúgmjöl 1 dl. Graskersfræ 1 dl. Sólblómafræ 1 dl. Sesamfræ 1 dl. Hörfræ 7 dl. Vatn 1 msk. Hunang  Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman í skál.  Bætið vatni og hunanagi saman við þurrefnin og blandið vel saman.  Dreifið blöndunni á pappírsklædda ofnplötu. Skerið í deigið með pizzahníf áður en þið setjið deigið inn í ofn.  Bakið við 160°C í 35 mínútur. Opnið hurðina á ofninum og bakið áfram í 10 mínútur, lokið síðan ofninum aftur og bakið í 20 mínútur. Þá ætti hrökkbrauðið að vera tilbúið. Leyfið hrökkbrauðinu að kólna svolítið áður en þið berið það…

26.02.12

Helgin var ansi hugguleg og var fljót að líða.  Á föstudaginn var útgáfuteiti Mágusartíðinda, rit innan viðskiptafræðideildar HÍ.  Ég sat í ritnefnd og er virkilega ánægð með blaðið.  Í gær var svo árshátíð hjá Icelandair og það var svakalega gaman. Það má með sanni segja að sé kominn mikill fiðringur fyrir sumrinu. Það var svo gaman að hitta allt það yndislega fólk sem ég kynntist síðasta sumar. Síðasta sumar var algjör draumur en ég er handviss um að þetta sumar verði enn betra. Ég er allavega mjög spennt að vinda mér í fluffudressið og fara að vinna.  Sumarið má alveg fara að koma.  Jú, það er ansi mikilvægt fyrir bloggara að taka myndir af sér með kameruna á lofti.  Ég er alveg handviss um að ég…

1 50 51 52 53 54 80