26.02.12

Helgin var ansi hugguleg og var fljót að líða. 
Á föstudaginn var útgáfuteiti Mágusartíðinda, rit innan viðskiptafræðideildar HÍ. 
Ég sat í ritnefnd og er virkilega ánægð með blaðið. 
Í gær var svo árshátíð hjá Icelandair og það var svakalega gaman. Það má með sanni segja að sé kominn mikill fiðringur fyrir sumrinu. Það var svo gaman að hitta allt það yndislega fólk sem ég kynntist síðasta sumar. Síðasta sumar var algjör draumur en ég er handviss um að þetta sumar verði enn betra. Ég er allavega mjög spennt að vinda mér í fluffudressið og fara að vinna.
 Sumarið má alveg fara að koma. 

Jú, það er ansi mikilvægt fyrir bloggara að taka myndir af sér með kameruna á lofti.
 Ég er alveg handviss um að ég hafi lesið það í blogg-handbókinni. Handviss. 
Vonandi áttu þið ljúfa helgi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *