Gjafaleikur

Mér finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig upp og fara fínt út að borða ásamt manni mínum, fjölskyldu eða vinum. Að borða á góðum stað og vera í góðum félagsskap er algjör draumur í dós.
Mér þykir mjög vænt um heimsóknirnar sem ég fæ á bloggið og mig grunar að við eigum það öll sameiginlegt að þykja gott að borða góðan mat.
Ég ákvað því að vera með smá leik þar sem þið lesendur góðir hafið kost á því að næla ykkur í gjafabréf fyrir tvo í þriggja rétta máltíð á Hótel Rangá.

Hótel Rangá var nýverið nefnt eitt af 100 bestu hótelum í Evrópu af Sunday Times í Bretlandi.
Huggulegt hótel sem er þekkt fyrir hlýlega gistiaðstöðu, frábæra þjónustu og sælkera mat.

Algjörlega málið fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt á góðum stað í yndislegu umhverfi.

Það sem þið þurfið að gera til þess að eiga möguleika á því að næla ykkur í gjafabréfið er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í athugasemdakerfið og gefa blogginu eitt like á Facebook.
Ef þið hafið nú þegar gefið blogginu like þá er nóg að setja bara nafn og netfang í athugasemdakerfið.

Ég dreg vinningshafann út þann 13.mars og þið hafið því viku til þess að taka þátt í leiknum.

Ég vona að sem flestir taki þátt því þetta er svo sannarlega huggulegur vinningur.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)