Ég fékk margar fyrirspurnir um það hvaða stút ég notaði til þess að búa til rósir og hvernig maður býr til svona rósir svo ég tók nokkrar myndir sem vonandi sýna ykkur hversu auðvelt það er að laga svona fallegt kökuskraut. Ég nota stút frá Wilton númer 2D. Ég fékk hann í Noregi og er því miður ekki viss hvar hann fæst hér, en endilega ef það er einhver sem veit það þá má sá hinn sami endilega deila því með mér og okkur. Mér finnst þessar rósir einstaklega fallegir. Ein og sér á cupcakes eða margar saman og búa þannig til blómvönd Þegar að ég bý til margar saman þá grunna ég kökuna fyrst með kreminu og geri svo rósirnar. Með því þá festast þær…