Vanillu cupcakes með karamellum.

Elsku Haddi minn á afmæli í dag og ákvað ég því að skella í nokkrar cupcakes. 
Mér finnst þessar agalega góðar og kremið dásamlegt. 
Þær eru líka bara svo fallegar, ég tók svo margar myndir af þeim og var farin að semja sögur um hverja köku fyrir sig. Jú þið heyrðuð rétt, að mínu mati segir hver og ein kaka krúttlega sögu. Ég er líkast til pínu skrýtin að halda það, en en það er nú gott að vera pínu skrýtin. 
Ég hef það alla vega mjög huggulegt með kökunum mínum.  🙂 
Vanillu cupcakes með karamellum. 
200 gr. Smjör
3 dl. Sykur
4 Egg
5 dl. Hveiti
1 1/2 tsk Lyftiduft
4 dl. Rjómi
2 msk. Kakó
2 msk. Vanilla Extract
14 karamellur að eigin vali ( Ég notaði Toms Golden karamellur) 
Aðferð. 
Þeytum smjör og sykur saman í um það bil fjórar mínútur, þá verður deigið orðið fluffy og fínt.
Bætum einu og einu eggi saman við. Sigtum hveiti og lyftiduft saman. 
Bræðum karamellur og 1 dl. af rjómanum í potti við vægan hita, það er gott að byrja á þessu því karamellublandan þarf að kælast áður en við blöndum henni saman við. 
Bætum hveitiblöndunni, vanillu extract, kakóinu, rjómanum og karamellusósunni saman við og blöndum í ca. 3 mínútur.
Þá ætti cupcakes blandan að vera tilbúin. 
Inn í ofn við 180°C í 20 mínútur. 
Uppskrift að kreminu finnið þið hér 

Dásamlegt hvítt súkkulaðikrem
Ég bræddi nokkrar karamellur til viðbótar og skreytti nokkrar cupcakes þannig. 
Njótið vel elsku þið.

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

7 comments

 • Æðislega flottar ..hvað færð þú margar c.a úr einni uppskrift

  P.s. skoða bloggið þitt reglulega og búin að prófa fullt af góðum uppskriftum takk fyrir mig

  Kveðja
  Solla

 • Váá þessar verða sko prófaðar á laugardaginn, ekkert smá girnilegt.
  Skoða bloggið þitt oft og langar til að prófa allt 🙂 Takk fyrir mig 🙂
  kv.
  Unnur

 • Hæhæ.
  Ég er að halda afmæli og er að nota nokkrar uppskriftir frá þér, æðislegt blogg 🙂
  En ég er s.s. að gera þessar cupcakes og deigið hjá mér er brúnt þegar ég set karamellurnar út í, út af kakóinu? Skrifaðiru vitlaust? Á ekki að vera kakó? Ég sé að deigið hjá þér er hvítt?

  Takk annars aftur,
  Kv. Halldóra

  • Hæhæ Halldóra. Takk fyrir að lesa bloggið 🙂 Jú þessar cupcakes verða brúnar, deigið hjá mér er fyrst hvítt og svo bætti ég karamellusósunni og kakóinu saman við þá verður deigið frekar brúnt.

   🙂

 • Hæ 🙂
  Ég ætla að fara gera þessar í kvöld, en ég er að pæla eitt, veistu hvort ég geti notað agave sýróp í staðinn fyrir sykur í þessa uppskrift?
  Takk annars æðislega, ég misnota bloggið þitt en commenta aldrei, þannig að takk fyrir mig 😉

  Auður Kolbrá

  • Sæl Auður. Mikið er ég ánægð að heyra að þú skoðir bloggir. Ég hef ekki prufað að setja agavesíróp í staðinn fyrir sykur en það hlýtur að vera í lagi. Ef þú prufar þá lætur þú mig kannski vita hvernig gekk, ég er ansi forvitin og það væri gaman að prufa.

   Takk fyrir að skoða bloggið og góða helgi 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *