Fiskur í Raspi

Ég elska fisk og mér finnst voðalega gaman að elda hann.
Ég prufaði öðruvísi aðferð með fisk í raspi.
Spínat-spergilskáls rasp
2 Lófar spínat
2/4 Spergilkálshöfuð
1 Hvítlauksgeiri
100 gr. Rasp
2 msk. Fetaostur
1 msk. Olía
Safi og rifinn börkur úr 1/2 Lime
Salt & pipar að vild!
Allt saman í matvinnsluvél í fáeinar mínútur.
1 egg og mjólk pískuð saman, fiskurinn settur ofan í vökvann og svo ofan í rasp-skálina.
Síðan steikjum við hann á pönnu upp úr olíu eða smjeri, mér finnst alltaf gott að steikja upp úr olíu og  setja smá smjör með.

Mjög góður fiskur með fersku salati og jógúrtsósu.
Njótið vel!
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)