Orkuríkt Berjaboozt

 Líkt og ég hef sagt áður þá finnst mér mjög gott að laga mér boozt eins oft og ég get.
 Þetta boozt er svakalega gott.
Berjaboozt 

2 1/2 dl. Frosin ber (Ég skolaði þau áður en ég notaði þau)
2 Lófar spínat
1 Banani
1 1/2 msk. Hörfræ
Engiferrót eftir smekk. Rótin skræld og rifinn niður með rifjárni. 
1 Stórt glas Trópí Tríó 

Allt saman í blandarann í nokkrar mínútur. 

Orkumikið og bragðgott. 

Í morgun vaknaði ég við sólargeisla, það var dásamlegt. Dreif í sund og er búin að hafa það ansi huggulegt. Næst á dagskrá er göngutúr í sveitinni.
 Þegar veðrið er gott þá langar manni  að gera allt og njóta þess að sleppa dúnúlpunni. 

Það verður allt betra með sólinni og góðum boozt auðvitað!

Ég vona að þið eigið ljúfa helgi.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *